Sigurður Bjarnason (Svanhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2006 kl. 14:49 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2006 kl. 14:49 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Bjarnason


Sigurður Gísli Bjarnason fæddist 14. nóvember 1905 og lést 5. október 1970. Sigurður bjó í Svanhól við Austurveg.

Sigurður var formaður með mótorbátinn Kára.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Sigurð:

Kára stýrir svaða sjó
Siggi hlýr á vanga,
löngum skýr á þara þró
þorsk órýr að fanga.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Greiðan Riddarann reiða
ræsir á hranna glæsi,
Siggi minn, sjó við dyggur,
svinnur netlinginn, finnur.
Borinn er Bjarna þorinn,
bænum frá Hlaðbæ væna.
Öldur þó grimmar gnöldri,
greppurinn aflann hreppir.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.