Sólheimar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. október 2006 kl. 08:25 eftir Inga (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. október 2006 kl. 08:25 eftir Inga (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Sólheimar stóð við Njarðarstíg 15. Húsið var byggt árið 1907 af Steini Sigurðssyni. Þar var á síðustu öld verslun Óla Hóla, föður Sigurbjargar kaupkonu sem ætíð var kennd við heimili sitt og kölluð Sigga sól. Hún giftist Magnúsi sem fékk viðurnefni í sama stíl og eiginkonan og var kallaður Maggi máni. Húsið var rifið nokkru eftir Heimaeyjargosið.