Heimaeyjargosið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2005 kl. 08:53 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2005 kl. 08:53 eftir Skapti (spjall | framlög) (→‎Goslok)
Fara í flakk Fara í leit

Sumarið 1919 var gerð tilraun til að fljúga til Vestmannaeyja í fyrsta sinn. Var það Flugfélag Íslands, sem þá var nýstofnað, sem stóð að tilrauninni. Svokölluð „vatna-vél“ var notuð til flugsins og var áætlað að lenda vélinni inni í Botni, sem nú er Friðarhöfn. Ekki vildi betur til en svo að tilraunin misheppnaðist, þar sem ókyrrð var í lofti undir Stóra-Klifi og munaði minnstu að flugmaðurinn missti stjórn á vélinni. Í þessari fyrstu tilraun varð að lenda vélinni í Kaldaðarnesi.

Ári síðar, 16. júlí 1920, var önnur tilraun gerð til að lenda flugvél í Vestmannaeyjum. Var þar að verki Frank Fredrickson, sem starfaði þá hjá Flugfélagi Íslands. Ekki vildi betur til en í fyrra skiptið og varð að snúa vélinni frá Vestmannaeyjum, þar sem sviptivindar urðu yfir Eyjunum. Að eigin sögn komst flugmaðurinn með naumindum frá þeirri flugferð.

Það var síðan ekki fyrr en tæpum átta árum síðar að fyrsta flugvélin lenti í Eyjum. Þann 9. júní 1928 lenti Walter flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands flugvél sinni, Súlunni, heilu og höldnu í höfninni í Vestmannaeyjum. Vélinn, sem var „vatna-flugvél“, var af gerðinni Junkers, F 13. Farið milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur kostaði þá 32 krónur.== Goslok == Í lok apríl fór eyjan að grænka. Þrátt fyrir gjall og sót kom lundinn og hreinsaði holur sínar. Suðurhluti eyjunnar hafði sloppið ágætlega og því var hann fljótur að grænka. Bjartsýni á goslok dafnaði. Virkni eldgíga var minni í maí og virknin í júní var í lágmarki. Því voru þessir mánuðir notaðir í hreinsunarstarf. Götur voru mokaðar og grasfræi sáð í jarðveginn. Aðstæður voru ekki góðar í byrjun uppgræðslunnar en með sumrinu náðist góð uppgræðsla. Síðasta goshrinan stóð yfir í aðeins nokkrar mínútur þann 26. júní. Almannavarnarnefnd tilkynnti þann 3. júlí að gosinu væri lokið.