Helgi Scheving
Helgi Scheving fæddist 8. mars 1914 og lést 8. september 1934. Helgi var sonur hjónanna Sigfúsar Scheving og Sesselju Sigurðardóttur. Foreldrar hans bjuggu í Heiðarhvammi og ólst hann þar upp við alla venjulega vinnu. Snemma bar á óvenjulegum gáfum og fékk hann tækifæri til sérstaks bóknáms, forréttindi sem voru fátíð á þessum árum. Helgi lærði í Unglingaskóla Vestmannaeyja árið 1927 og lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá sama skóla árið 1933. Heimspekiprófi lauk hann frá Háskóla Íslands vorið 1934. Helgi var afburða námsmaður og hlaut fyrstu einkunn í öllum prófum.
Helgi skrifaði gríðargóða og ítarlega ritgerð um fiskveiðar í Vestmannaeyjum á síðasta ári sínu í menntaskóla. Bar ritgerðin heitið „Fiskveiðar í Vestmannaeyjum um og eftir aldamótin 1900.“ Ritgerð þessi birtist í blaðinu Víði árið 1937 og var það Jóhann Gunnar Ólafsson sem að skrifaði hana upp.
Helgi lést árið 1934, rétt orðinn tvítugur.