Sigurður Reimarsson
Sigurður Reimarsson er fæddur í Vestmannaeyjum 2. júní 1928 og uppalinn þar. Móðir Sigurðs var úr Reykjavík og faðir hans úr Landeyjum en fjölskyldan bjó lengst af á Hásteinsvegi 34. Sigurður býr nú á Hraunbúðum.
Sigurður, eða Siggi Reim eins og Eyjamenn kalla hann, starfaði um hríð hjá Liftarsamlaginu en lengst af starfaði hann hjá Vestmannaeyjabæ við sorphirðingu og síðar við hreinsun á götum bæjarins.
Siggi Reim var brennukóngur á Þjóðhátíðinni í rúmlega hálfa öld.