Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Sveinn Hjörleifsson frá Skálholti, skipstjóri, útgerðarmaður og fjallamaður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. september 2015 kl. 10:15 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2015 kl. 10:15 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big>Sveinn Hjörleifsson frá Skálholti skipstjóri, útgerðarmaður og fjallamaður</big></big><br> Sveinn, Sigurður Guðlaugsson frá Langalandi, Hlöðver (Sulli) Joh...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Hjörleifsson frá Skálholti skipstjóri, útgerðarmaður og fjallamaður

Sveinn, Sigurður Guðlaugsson frá Langalandi, Hlöðver (Sulli) Johnsen Saltabergi, endurbyggðu veginn (leiðina) upp í Geldung 1955. Sá gamli var þá ónothæfur. Þeir endurnýjuðu bolta og keðjur, alla leiðina upp. Verkið tók 2 sólarhringa, og sváfu þeir félagar og mötuðust í tjaldi uppi á toppi eyjarinnar. Í laun fengu þeir, frá jarðareigendum, alla eggjatöku úr eyjunni án þess að borga nokkuð fyrir næstu 3 árin. Þeir hirtu engin fýlsegg en eyjan gaf 1400 svartfuglsegg ár hvert. Sveinn fékk viðurnefnið víkingur á manndómsárum sínum fyrir áræði og dugnað í fjöllum og á sjó. Þótt djarft væri teflt á þessum vígstöðvum, hlekktist víkingnum ekki á.

Bátar sem víkingurinn var á:
Háseti á eftirtöldum bátum frá 1945 - 1950.
Leó VE 294
Ófeigur VE 324
Kári VE 47
Ver VE 318
Sigurfari VE 138
Elliðaey VE 138
Álsey VE 250

Stýrimaður á Birni riddara VE 127 1951 og 1952. Á þessum árum frá 1947 átti hann trilluna Bláskjá sem hann réri á milli vertíða.
Frá 1954 skipstjóri og útgerðarmaður á bátum, sem allir báru nafnið Kristbjörg. Í fyrstu voru sameignarmennirnir fjórir um útgerðina, en frá 1958 átt Sveinn útgerðina einn. Fyrsta Kristbjörgin VE 70 var 15 tonn að stærð næstu Kristbjörgu VE 70, keypti Sveinn frá Danmörku 1955, hún var 40 tonn. Þriðju Kristbjörgina VE 70, 120 tonn, lét hann smíða í Noregi 1960, og fjórðu Kristbjörgina VE 71 keypti hann frá Ísafirði 1973.
Hann gerði þessar tvær síðustu út í nokkur ár, og var sjálfur með Kristbjörgu VE 70. síðast á síld 1981. Sveinn átti einnig á þessum síðustu útgerðarárum sínum Kristbjörgu Sveinsdóttur 11 tonna dekkbát sem hann var með.

Vetrarvertíðina 1965 leigði hann Jón Stefánsson VE 49, 65 tonn af Einar Sigurðssyni útgerðarmanni og var hann með hann, ásamt því að gera Kristbjörgu út. Undanfarin þrjú ár hefur Sveinn róið með Hjörleifi syni sínum á trillunni hans Gými VE 71, á línu, mánuðina október að miðjum febrúar eða þar til loðnan hefur komið. Hafa þeir rótfiskað, eins og háttur víkingsins var alla tíð.