Marinó Guðmundsson (kaupmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. júlí 2006 kl. 10:13 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. júlí 2006 kl. 10:13 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Leiðrétti og bætti við flokki)
Fara í flakk Fara í leit

Marinó Guðmundsson fæddist að Skógum undir Eyjafjöllum þann 21. júní 1912 og lést 21. desember 1962. Foreldrar hans voru Guðmundur Kjartansson og Margrét Bárðardóttir að Skógum undir Eyjafjöllum. Marinó var kvæntur Önnu Jónsdóttur. Þau eignuðust einn son, Trausta.

Fljótlega eftir fermingu fór Marinó til Eyja á vertíðir. Var hann snemma eftirsóttur skipverji. Eftir að hafa verið háseti í nokkur ár gerðist hann formaður. Hann lauk prófi í Stýrimannaskólanum árið 1947 og strax að því loknu réðist hann sem háseti á togara Bæjarútgerðar Vestmannaeyja.


Heimildir

  • Sigurgeir Ólafsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1963.