Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Þitt val - Þín leið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2018 kl. 14:58 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2018 kl. 14:58 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: Þitt val - Þín leið Náms- og starfsráðgjöf fyrir sjómenn M eð tilkomu endurskoðunar kjarasamninga árið 2005 var farið af stað með verkefni sem kallast Þitt val -...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þitt val - Þín leið Náms- og starfsráðgjöf fyrir sjómenn


M eð tilkomu endurskoðunar kjarasamninga árið 2005 var farið af stað með verkefni sem kallast Þitt val - Þín leið, Náms- og starfsráðgj öf á vinnustað. Um er að ræða samstarfsverkefni Menntamálaráðu- neytisins, Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins, Sam- taka Atvinnulífsins, ASÍ og símenntunarmiðstöðva um landið. Náms- og starfsráðgjafar á símenntunar- miðstöðvum um land allt hafa farið á vinnustaði til að vekja athygli á þessu verkefni, en erfitt hefur reynst að ná til sjómanna. Mér datt þá í hug að hægt væri að ná til sjómanna með því að setja kynningu á verkefninu á mynddisk sem yrði sýndur um borð í bátunum. Ég hef undanfarið unnið að þessu verk- efiii og er kynningin nú tilbúin. Sjómennt styrkti þetta verkefni ásamt Fræðslumiðstöð Atvinnulífs- ins, LIÚ og Visku- Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. I þessari kynningu er vakin athygli sjómanna á ókeypis ráðgjöf sem þeim stendur til boða um nám og stört'á öllum fræðslu- og símenntunarmiðstöðv- um landsins. Jafnframt er þar hvatning til sjómanna um að huga að sínum starfsferli, staldra við og skoða námsmöguleika. A diskinum er að finna almennar upplýsingar út á hvað náms- og starfsráðgjöf gengur. Þá eru viðtöl við sjómenn sem hafa farið í nám sam- liliða störfum sínum. Þar segja þeir frá sínum kring- umstæðum, hvernig námið hafi gengið og stöðu sinni í dag. Fræðslusjóður sjómanna, Sjómennt, er kynntur og upplýsingar veittar um staðsetningu sí- menntunarmiðstöðva um landið þannig að sjómenn ættu að geta pantað ráðgjöf hvar sem þeir landa hverju sinni. Símenntunarmiðstöðvar um land allt hafa tekið að sér að dreifa diskinum í alla stærri báta og togara á landinu og er það nú í gangi. Einnig er stefnt að því að bjóða sjómönnum á smærri bátum á kynningu í landi. Ahugasamir geta einnig horft á vefútgáfu af kynningunni á http://viskave.is/. Það er von mín að þessi kynning verði til þess að sjómenn nýti sér tilboð um ráðgjöf og skoði þá

ÞITT VAF - ÞÍN LEIÐ námsmöguleika sem eru í boði því þegar allt kemur til alls þá er starfið eitt af mikilvægustu þáttum í lífi hvers manns og því vert að huga vel að því. Með bestu kveðju Sólrún Bergþórsdóttir Náms- og starfsráðgjafi (Starfar í Visku Frœðslu- og símenntunarmiðstöð Vestm. og Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum)


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA