Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Ritstjórnarpistill
JÚLÍUS G. INGASON Ritstjórapistill
A nnað árið í röð var ég fenginn til að stýra hinu merka riti sem þú, lesandi góður, ert nú að fletta upp í. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja hefur fyr- ir löngu skipað sér fastan sess í hátíðahöldum sjó- mannadagshelgarinnar, sem er í dag orðin ein af stærri bæjarhátíðum Eyjanna. Og er af mörgum há- tíðum að taka. Með mér hafði ég þá Hrafn Sævalds- son og Þorbjörn Víglundsson, tvo eðalnáunga sem vita talsvert meira en ég um sjómennsku. Reyndar gerði Þorbjörn þau veigamiklu mistök að fara að blanda sér í pólilík og gat því ekki beitt sér af fullum krafti í blaðinu í ár. En það er önnur saga. Ekki má gleyma Bjarna Ólafi Guðmundssyni, sem tók að sér auglýsingasöfnun í ár og árangurinn leynir sér ekki. Þó ég segi sjálfur frá, þá þótti mér blaðið í fyrra vera afar vel heppnað. Með nýjum mönnum koma aðrar áherslur sem stundum geta fallið í grýttan jarð- veg. Því var ekki að skipta í fyrra og þökkum við félagarnir góðar viðtökur á Sjómannadagsblaðinu 2009. Við vonum að blaðið í ár standi undir vænt- ingum. Ef ekki, þá gerum við bara betur næst. Við útgáfu á svona blaði verður að leita fanga víða. Það er í raun ótrúlegt hversu velviljaðir allir eru varðandi skrif og annað sem tengist Sjómanna- dagsblaðinu. Ég gæti trúað því að mörgum renni blóðið til skyldunnar, hafa kannski áratugareynslu af sjómennsku og finnst Sjómannadagsblaðið vera ríkur þáttur í hátíðahöldunum. Aðrir hafa ekki migið í saltan sjó, eins og undirritaður, en bera þess í stað ómælda virðingu fyrir störfúm sjómanna. Og þess vegna eru þeir til í að leggja sín lóð á vogarskál- arnar, til að gera Sjómannadagsblaðið eins gott og mögulegt er. Það eru enn miklar umhleypingar í íslensku þjóð- lífi og sér ekki fyrir endann á bankakreppunni, eins og það er kallað. Svo virðist sem sjávarútvegur sé orðinn helsta bitbein samfélagsins á meðan þeir sem raunverulega eiga sökina á stöðu landsins, láta sem
ekkert sé og skammast jafnvel út í undirstöðuat- vinnugreinarnar, til að fela eigin skömm. Það virð- ist ætla að líða langur tími þangað til ísland nær aftur tökum á sjálfu sér og á meðan framtakssemi er fótum troðin, t.d. í sjávarútvegi, þá er ekki von á góðu. Hið opinbera virðist hafa það að markmiði að gera sjávarútvegi eins erfitt fyrir og mögulegt er, með kvótaskerðingu, breytingu á kvótaúthlutun og misgáfulegum aðgerðum þar sem tekið er af einum, til að afhenda öðrum. Heldur myndi ég kjósa að stutt yrði við þá sem standa sig, í stað þess að bregða fyrir þá fæti. En lesandi góður. Ég vona að Sjómannadagsblað- ið sé bæði fræðandi og gefandi og veiti þér ánægju næstu daga. Fjölmörgum ber að þakka fyrir veitta aðstoð. Fremstan í flokki tel ég Friðrik Ásmunds- son, fyrrum ritstjóra blaðsins og skólastjóra Stýri- mannaskólans í Eyjum, en hann hefur haldið utan um minningargreinarnar fyrir okkur peyjana. Oskar og Gísli í Prentsmiðjunni Eyrúnu eru alltaf tilbúnir að aðstoða og öllum þeim sem lagt hafa blaðinu til efini, bæði greinar og ljósmyndir, þökkum við fyr- ir. Sjómannadagsblaðið er samstarfsverkefni fjöl- margra og ef allir leggjast á árarnar, þá siglum við fleyinu til heimahafnar. Gleðilega hátíð, sjómenn og aðrir íbúar Vestmannaeyja.