Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Einstætt sundafrek Lauga Friðþórssonar
undafrek Guölaugs Friðþórssonar við Vest- mannaeyjar 11. mars 1984 er einstætt í sögu jarðarinnar og ber á stórkostlegan hátt vott um að það ómögulega er yfirstíganlegt. Enginn getur unn- ið slíkt afrek nema hann búi yfir mögnuðum innri styrk, yfirvegun og trú á að það heppnist sem lagt er upp með. Ótal atriði þurfa að hjálpast aö, lífFræði- legar aðstæður, viljinn, samspil hugar og handa út í ystu æsar. Að synda einn síns liðs um 6 kílómetra í 6 klukkustundir um vetrarnótt á úthafinu við Vest- mannaeyjar í kalda og viö nokkurra stiga hita móti öldunni. Það er ekki hægt, en það gerði Laugi Frið- þórs og mun það í minnum haft, endalaust, en nú eru stutt 25 ár liðin frá Helliseyjarslysinu . Tilviljanirnar í þessu lífi eru ótrúlegar og oft er það heppni sem ræður för feigs og ófeigs. Eins og venjulega hjá skipverjum á Hellisey var verið að toga austan við Eyjar. Skyndilega festist trollið í botni og ekki vannst ráðrúm til að slaka nógu fljótt á. Engum togum skipti og Hellisey hvolfdi á auga- bragði. Skipverjamir 5 komust á kjöl, freistuðu þess aö sækja björgunarbátinn með því að kafa undir bátinn, en voru allar bjargir bannaðar. Bænastund þeirra skipsfélaga á kili Helliseyjar hefur í raun- inni verið ótrúlegt uppgjör við aðstæður þar sem öll sund voru lokuð. A þurru landi í þægindum og ör- yggi er auðvelt að ímynda sér þessar aðstæður, að- stæðurnar aö horfast í augu við dauðann mitt í lífs- takti mannsævinnar fjarri vinum og vandamönnum, langt utan vona og væntinga, langt úti í ballarhafi möguleikanna þótt þeir væm rétt við bæjardyr móð- urskipsins Vestmannaeyja. Þeir byrjuðu að hverfa af kili einn og einn. Bænin til Guðs hefur ugglaust gef- ið einhverja innri ró en þeir hafa allir áttað sig á því að það var vík milli vina, óbrúanleg vík milli þeirra og fólksins þeirra í landi, vík þar sem þeir höfðu ekkert land til að standa á og hafið hafði tekið yfir öll tök. Þeir sem voru ekki orðnir eins hraktir á kili og kaldir í vetrarnóttinni ákváðu að leggja í‘ann til lands, reyna björgunarsund. Það eitt að láta sér detta í hug að synda til lands við þessar aðstæður, svo Ijarri landi, sýnir eina ferðina enn að hugur manns- ins er ótrúlegt tæki. Eini skipverjinn sem haföi ein- hverja þjálfun í sundi var skipstjórinn. Þeir lögðu í sundið. Eftir skamman tíma var Laugi orðinn einn eftir, einn á landleið frá bát á hvolfi, veröldinni sem var land skipverjanna. Eftir næturlangt sund náði Laugi að krafsa sig
SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA
upp á klappirnar viö nýja Urðahamarinn á Heima- ey, ganga berfættur yíír Eldfellshraunið hvasst og grimmt, á stundarkorn við vatnsból undir Helgafelli, brjóta ísinn í baðkari, sem komið hafði verið upp á svæöinu fyrir sauðfé. Skömmu síðar í morgunsárið náði hann að banka upp á í fyrsta húsinu á leið niður í bæinn. Þá þyrmdi yfir og baráttuviljinn gat slakað á. Hann var kominn í mannahendur og innan stundar kominn í hús á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Eg fékk það hlutverk að heimsækja Lauga á sjúkra- húsið eftir að hann hafði náð að hvílast og taka við hann viötal í Morgunblaðið. Þetta viðtal var eina viðtalið við Lauga í ferli fyrstu daganna eftir björg- unina. f Eg hef tekið mörg viðtöl um ævina sem blaðamað- ur, en þetta var það magnaðasta sem ég hef skrifað. Látlaus frásögn Lauga af sundinu, hugsunum hans, voninni, trúnni, baráttunni, viljanum til þess að ná landi, var hreint ótrúleg og síðar kom í Ijós að líf- fræðilegar aðstæður í líkamsbyggingu hans voru honum mjög hagstæðar við þessar aðstæður og skýrðu að hluta hvernig það gekk hreinlega upp að hann skyldi lifa af allan þennan tíma í köldum sjón- um. f A leiðinni til lands synti hann lengst af á baksundi til þess að geta miðað sundstefnuna við stjörnu á himni, hann spjallaði við múkkana, rifjaði upp líf sitt, fannst óásættanlegt að hverfa úr þessu lífi án þess að geta gert upp skuld við foreldra sína vegna láns sem hann fékk hjá þeim vegna mótorhjóla- kaupa, og meira að segja gafst hann ekki upp þegar fiskibátur sigldi steinsnar hjá honum á Iandleið án
þess að nokkur yrði hans var eða heyrði hróp hans af lífs og sálar kröftum. Eg fór síðan með Lauga til London nokkru síðar þar sem hann var rannsakaður af færustu vísinda- mönnum heims í þoli mannsins gegn kulda. Meðal vísindamannanna var Jóhann Axelsson, prófessor. Það vakti strax athygli vísindamannanna að Laugi var betur búinn líffræðilega en gengur og gerist varðandi kuldaþol, því hjarta hans skilaði blóðinu nær stöðugt 36 stiga heitu þótt hlutar líkamans væru orðnir býsna kaldir. Nokkrum vikum áður en Laugi fór til London hafði hópur breskra víkingasveit- armanna verið tekinn til rannsókna í sömu laug og Laugi var settur í til rannsóknanna, en þeim var bjargað nær dauða en lífi upp úr lauginni eftir 15-20 mínútna viðveru. Þegar Laugi var búinn að sitja í karinu í 3 klukkustundir var hann enn að lesa Mogg- ann eins og ekkert hefði í skorist. í ljós kom að fitu- samsetning í líkama hans er með þeim hætti að hann þolir bctur kulda en almennt gerist svo vægt sé tekið til orða. Það skýrir þó ekki nema að hluta björg- unarafrek hans og að mínu mati er það einboðið að mestu máli skipti einstakt þrek Lauga, hugsun og vilji, yfirvegun og barátta við aðstæður sem enginn átti að komast í gegn um. Björgunarafrek hans var Guðs gjöf, hvatning til fólks um að viljinn til þess að lifa af getur gert kraftaverk. Guðlaugur Friðþórsson er einstakur persónuleiki, svo vel gerður, magnaður og heilsteyptur, tryggur og framsýnn og í gegn um allt, ríkur af vinarþeli. Góður Guð varðveiti minningu skipsfélaga hans.
SJOMANNADAGSBLAÐ VLSTMANNAEYJA