Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Drangavík VE 80 komin úr breytingum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. ágúst 2018 kl. 13:52 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. ágúst 2018 kl. 13:52 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Drangavík VE 80


komin úr umfangsmiklum breytingum


Togskipið Drangavík VE 80, sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar, kom til Vestmannaeyja í lok árs 2008, eftir umfangsmiklar breytingar í Gdansk í Póllandi. Breytingarnar tóku rúma 5 mánuði.
Skipið var smíðað í Portúgal 1991 fyrir útgerð á Hornafirði og bar nafnið Æskan SF 140 við komuna til landsins. Sigurður Ingi Ingólfsson keypti skipið og útgerðina Auðun árið 1992 og nefndi hið nýja skip Drangavík. Vinnslustöðin keypti síðan skipið árið 1994 og hefur gert það út síðan. Magnús Ríkharðsson hefur verið skipstjóri á skipinu frá því það var keypt til Vestmannaeyja. Tíu manns eru í áhöfn, flestir búnir að vera lengi saman til sjós, sumir í tæp tuttugu ár. Skipið hefur verið mikið happafley þann tíma sem þaö hefur verið gert út í Eyjum.
Að sögn Magnúsar var skipið lengt um 3 metra, úr 26 metrum í 29 metra. Skipt var um brú, en henni var komið fyrir á nýju dekki sem er einni hæð ofar en gamla brúin var. Byggt var yfir síður á togdekki. Settur var veltitankur í skipið framan við toggálga, sem settur var til að róa hreyfingar skipsins. Ný togspil og stjórnbúnaður við þau voru keypt. Ný skrúfublöð, skrúfuhringur og stýrisblaðka voru sett á skipið. Vinnsludekk var endurnýjað og nýr vinnslubúnaður frá Vélaverkstæðinu Þór settur í skipið á vinnsludekk. Ný ískrapavél til forkælingar á fiski var keypt, auk þess sem lestarkæling var endurnýjuð, þar sem spíralkælingu var skipt út fyrir blásturskælingu, er það gert til að bæla kælingu aflans. Borðsalur áhafnar var endurnýjaður og stækkaður, auk þess sem eldhús var endurnýjað frá grunni. Gólfefni í öllum rýmum voru endurnýjuð og þá var ýmis rafeindabúnaður endurnýjaður í brú. Skipið var að lokum sandblásið, galvaníserað og málað.
Magnús segir að breytingarnar á skipinu hafi tekist einstaklega vel, ef frá er talið að ný skrúfa skipsins virkaði ekki sem skyldi, auk þess sem það tók nokkra túra að sníða smávægilega vankanta af, vegna breytinganna. Togkraftur skipsins minnkaði frá því sem áður var og siglingahraði minnkaði. Fljótlega var gömlu skrúfunni komið undir skipið aftur til bráðabirgða, en gert er ráð fyrir að ný skrúfa verði sett á skipið sumarið 2009. Burðargeta skipsins jókst til muna, úr 45 tonnum í 60 tonn. Vinnuaðstaða í öllum rýmum hefur batnað til mikilla muna, auk þess sem sjóhæfni skipsins er allt önnur og betri, talið er að lengingin og veltitankur hafi haft mikil áhrif á það. „A þeim tíma sem skipið hefur verið í rekstri eftir breytingar hefur gengið mjög vel, munar þar ekki síst um aukna burðargetu og bætta meðferð á aflanum,“ sagði Magnús að lokum.

Hrafn Sævaldsson


Kynning á sjómönnum
Nafn: Sveinn Ásgeirsson
Fœðingardagur og ár: 8. janúar 1974
Hvar ertu fœddur: Reykjavík, spítalinn hérna var víst lokaður
Hjúskaparstaða: Giftur Sigrúnu Öldu Ómarsdóttur
Hvenœr utskrifaðistu: 1997
Hvað er misvísun: Misvísun er munurinn milli rétts norðurs og segul norðurs
Hvar hófst sjómannsferillinn: Á Guðrúnu VE 122 á netum með afa
Hvar ertu að róa: Á Kap VE 4
Einhver eftirminnileg atvik til sjós: Vorum í síldarsmugunni á Gullberginu (nú Kap) að klára kast þegar selur kemur upp að stjórnborðssíðunni og bókstaflega orgar á okkur, svo er kúplað að og við það stingur hann sér og syndir aftur með bátnum og beint í skrúfuna og það flutu bara stykki úr honum fyrir aftan og rauður sjór. Svo voru það náttúrulega síldveiðarnar í höfninni:Eftirmnnilegasta persóna sem þú hefur róið með: Þeir eru margir góðir, Jói á Þristinum, það var gaman að róa með honum.
Hefurðu orðið sjóveikur: Já
Fylgjandi eða andvígur núverandi fisveiðistjórnunarkerfi: Fylgjandi (á ekki kvóta)
Uppáhaldslið í ensku deildinni: Er það eitthvað ofan á brauð?
66° N eða eitthvað annað: Guy Cotten
Ertu á facebook: Já
Hvernig líst þér á Bakkafjöruhöfn: Vildi frekar stærri Herjólf í Þorlákshöfn
Hvað viltu fá á pulsuna: Allt nema hráan, kartöflusalat til spari
Númer hvað eru stígvélin þin: 42
Fylgjandi inngöngu í ESB: NEI


Kynning á sjómönnum
Nafn: Sölvi Breiðfjörð Harðarson.
Fœðingardagur: 14. febr. 1970
Hvar ertu fæddur: Á mölinni. (Reykjavík)
Hjúskaparstaða: Giftur Önnu Siggu hans Gríms á Felli.
Hvar hófst sjómannsferillinn: Kringum 20. ágúst 1991 á Dala Rafni VE 508
Hvar ertu að róa: A Suðurey VE 12
Einhver eftirminnileg atvik til sjós: Þegar ég var að leggja nótina í kassann á Antares og lagningshausinn á nótaleggjaranum brotnaði af og lenti á Valda (smið) Guðmundsyni.
Eftirminnilegasta persóna sem þú hefur róið með: Grímur á Antares og Svenni skiptó.
Hefur þú orðið sjóveikur: Ég var sjóveikur í heila viku þegar ég byrjaði á sjó en gat aldrei ælt, ráfaði síðan frá skipi eins og versta fyllibytta sökum sjóriðu.
Fylgjandi eða andvígur núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi: Já og nei, það mætti sníða nokkra vankanta af núverandi kerfi.
Uppáhalds lið í ensku knattspyrnunni: Nottingham Forest.
66 °N eða eitthvað annað: Hef alltaf verið í 66°N
Ertu á facebook: Hvað heldurðu maður.
Hvernig líst þér á Bakkafjöruhöfn: Pass.
Hvað viltu fá á pulsuna: Tómat undir og ofan á.
Númer hvað eru stigvélin þín: 43.
Fylgjandi inngöngu Íslands í ESB: Nei.
Uppáhalds vefsíða: http://www.artbreak.com/Solvi
Eitthvað að lokum: Óska öllum sjómönnum gleðilegs sjómannadags sem og þeirra fjölskyldum.br>