Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Bókatíðindi

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. febrúar 2018 kl. 13:29 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. febrúar 2018 kl. 13:29 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
FRIÐRIK ÁSMUNDSSON SKRIFAR


Bókatíðindi


Undanfarin ár, hefur Guðjón Armann Eyjólfsson frá Bessastöðum, fyrrverandi skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, skrifað bækur sem varða stjórn og siglingu skipa.
Fyrst er að nefna STJÓRN OG SIGLING SKIPA sem Ísafoldarprentsmiðja gaf út árið 1982. Hún bætti mjög kennslubækur sem fyrir voru í skipstjórnarnáminu, sérstaklega að nú voru siglingareglurnar miklu myndskreyttari en áður sem var til mikilla bóta. Það var listfengur sjómaður, Rafn Sveinbjörnsson, búsettur á Akranesi, sem það gerði með miklum ágætum. Auk siglingareglnanna, hefur sú bók margt annað að geyma sem kom sér vel við kennslu í stýrimannaskólunum. Má þar nefna m.a: Varðstöðu á siglingavakt, ratsjárútsetningar (radar- plott) sem er þarna mjög vel útskýrt og kom sér vel, afmarkaðar aðskildar siglingaleiðir o.fl. o.fl. Þessi bók er 228 bls.

Siglingareglur, stjórn og sigling skipa
Ný útgáfa, aukin og endurbætt, 398 blaðsíður, kom út 1989 einnig á vegum Ísafoldarprentsmiðju. Þarna komu inn breytingar á siglingareglunum frá 1987. Þetta er mjög góð bók eins og sú fyrri. Henni fylgja kort um afmarkaðar aðgreindar siglingaleiðir í Ermarsundi og Þýskubugt. Báðar eru þessar bækur frábærar kennslubækur og nauðsynlegar handbækur í bókahillum sérhvers kortaklefa á stjórnpalli.

Alþjóðasiglingareglur, vaktreglur á farþega- og flutningaskipum, stjórnskipanir í brú og vélarrúmi
Hún kom út árið 2005. Utgefandi Siglingastofnun. Þetta er endurskoðuð þýðing á siglingareglunum frá 2001. Með Guðjóni Armanni unnu að gerð þessarar bókar, Helgi Jóhannesson, lögfræðingur og Sverrir Konráðsson, löggiltur skjalaþýðandi og menntaður skipstjórnarmaður (3. stig) frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, báðir starfsmenn Siglingastofnunar. Stjórn og sigling skipa, siglingareglur 3. útgáfa, aukin og endurskoðuð, útgefandi Sigl- ingastofnun, kom út árið 2006, 379 blaðsíður. Þarna kom annar Eyjamaður að útgáfunni. Það er Jóhann Jónsson, Jói Iistó. Hann teiknaði mjög góðar skýr- ingarmyndir í þessa bók. Hann er áhugasamur um skip og báta, og skemmir það ekki fyrir eins og þarna sést greinilega.


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA