Helga Ólafsdóttir (Vesturholtum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. september 2016 kl. 19:08 eftir Hlynurkata11 (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. september 2016 kl. 19:08 eftir Hlynurkata11 (spjall | framlög) (Ný síða: Helga Ólafsdóttir fæddist á Brekastíg 12, þann 12 ágúst árið 1930. Foreldrar hennar voru þau Ólafur Ragnar Jónsson fæddur, 1903 dáinn 1979 og Jónína Pétursdóttir...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit


Helga Ólafsdóttir fæddist á Brekastíg 12, þann 12 ágúst árið 1930.

Foreldrar hennar voru þau Ólafur Ragnar Jónsson fæddur, 1903 dáinn 1979 og Jónína Pétursdóttir, fædd 1906, dáin 1994.

Helga átti eina systur, Elínu Ólafsdóttur, fædd árið 1927, dáin 1990. Elín var gift Guðbjarti Guðmundssyni, sem einnig er látinn, þau bjuggu í Reykjavík, að Akurgerði 35.

Helga fór ung til Skagastrandar, til þess að vinna í fiski og þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Sigmund Jóhannssyni. Þau kvæntust síðan á Höskuldsstöðum, í austur Húnavatnssýslu, árið 1952. Þau hjón voru gift í 60 ár og voru alla tíð mjög samrýmd. Helga lifði eignmann sinn, en hann lést þann 19 maí 2012.

Þau hjónin eignuðust tvö börn, Ólaf Ragnar Sigmundsson, fæddur 1952, og Hlyn Bjarklund Sigmundsson, fæddur 1970.

Barnabörnin eru 5 að tölu, en barnabarnabörn orðin 7.

Hjónin Helga og Sigmund fluttu til Vestmannaeyja árið 1955 og bjuggu allan sinn búskap að Brekastíg 12, eða Vesturholti, nema á meðan á gosinu stóð, en þau bjuggju þá í Reykjavík að Eyjabakka í 2 ár.

Helga og Sigmund byggðu ofan á hús foreldra Helgu að Brekastíg 12 og bjuggu á efri hæðum þess til æviloka. Helga sá um foreldra sína, þau Jónínu og Ólaf, til þeirra æviloka

Helga hætti að vinna, eftir að þau hjón luku við byggingu húss síns og var hún húsmóðir allt til dauðadags. Hélt hún utan um bú þeirra hjóna og gerði það með einstökum glæsibrag.

Helga og Sigmund höfðu sameiginlegt áhugamál, en það var að ferðast. Á sínum fyrstu árum ferðuðust þau um Evrópu og Skandinavíu. Á efri árunum fóru þau m.a. í siglingu, árið 2003, með strandferðaskipi upp alla strönd Noregs. Einnig fóru þau í stórsiglingar um miðjarðarhafið og Karabískahafið.

Eitt er vert að minnast á en það var mikill áhugi Helgu á blómagarðinum sínum, að Brekastíg 12. Gerðu þau hjón garðinn að einum af fegurstu görðum hér í Eyjum.

Þau hjón Helga og Sigmund voru mjög samrýmd alla tíð og var það henni mikið áfall, þegar hann féll frá, árið 2012. Hún fluttist á dvalarheimilið Hraunbúðir og bjó þar til dauðadags.