Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1959/ Hugleiðing um smátt og stórt
Hvað er mikið? Hvað er lítið?
Hvað er gott og hvað er illt?
Hvað er raunveruleg hamingja og hvað óhamingja?
Hvað er smátt og hvað er stórt?
Þessar og þvílíkar spurningar vefjast sjaldan lengi fyrir mönnum í daglegri önn.
Þegar rætt er um eiginleika mannsins, lífsins verður venjulega enginn vafi á ferðum — og þó.
Þegar rætt er um eiginleika mannsins er matið máske ekki alltaf svo auðvelt, þegar betur er að gáð.
Hvar er mikilmennið að finna? Er það sá sem á miklar fasteignir, peninga eða mannaforráð, eða er mikilmennisins að leita í hópi hinna, sem minna fer fyrir?
Það er sagt, að samvizkusamir menn, sem skyggnir eru á crgin ágalla, gefi sig síður fram til mannaforráða, sumpart af því að þeir halda, að aðrir sjái þessa á-galla eins vel og þeir sjálfir. Þeir binda sig ekki við kennisetningar, eru frjálsir í hugsun og ótryggir í pólitík.
Hinir aftur á móta, sem ekki hafa fyrir að skyggnast í eigin barm, halda, að þeir séu gallalausir, og halda einnig, að aðrir liafi sömu skoðun á þeim. Þar í felst spíra einvaldans óskeikula.
Þcssir verða ekki í vandræðum með að velja eða hafna, eða kveða upp úr með ákveðna skoðun í hverju máli.
SJÓMANNADAGSRLAB VESTMANNAEYJA
,\ grundvelli tiltekinna ha°fileika gcta þeir orðið foringjar.
í hvorum þessara liópa hin sönnu mik-ilmenni cr að finna, læt ég lesandann um að dæma, en þó má skjóta því að um leið. að varla mun þess að leita í hópi þeirra, sem láta leiðast í blindni eða af persónu-legum stundar-hagnaði á kostnað náung-ans.
II.
Hvar er þá að finna þá liamingjusömu?
Eru það þeir, sem eiga miklar eignir, mikla peninga eða hafa mikinn atvinnu-rekstur með höndum? Eru það þeir ríku, eða þeir fátæku?
Ekkert aí þcssu er ákvarðandi um hamingjn manna, þótt margir haldi liinu gagnstæða fram, að órannsökuðu máli.
Sumir eru hamingjusamir af litlu, el þcir bara fá að vera í friði með starf sitt, hversu lítilfjörlegt sem það kann að virð-ast fljótt á litið. Ef til vill er hér að Jeiin vitrustu mannanna.
Hinir eru þó miklu fleiri, sem eiga sér óskir og þrár, og eru því aðeins ham-ingjusamir, að þeim óskum og þrám verði fullnægt, cða að von sé um full-nægingu.
Hamingja fjöldans er nátengd starfi og framkvæmd.
Sjómaðurinn er hamingjusamur ef hann aíiar vel, framkvæmdamaðurinn, ef rcksturinn gengur vel, móðirin sem séi barnahópinn dafna og þroskast. Þegar
37
börnin fara aö lieiman verður að finna nýtt starf, ef vel á að fara.
Mennirnir eru því aðeins liamingju-samir, að þeir hafi starf, hver við sitt hæfi. Þar er lífsbaráttan oftast nægilegt viðfangsefni, og lífsliamingjan er þá fyrst í hættu, þegar búið er að sigra örðug-leikana og koma sér vel fyrir, eins og kallað er, eða setjast í helgan stein.
Þegar svo er komið, fara sumir menn að leita lífshamingjunnar á annarlegum stöðum, þar sem hana er sízt að finna, eins og á skemmtistöðum og í ýmiss kon-ar munaði.
Eftir því sent lífsbaráttan léttist verða ntenn þvi' að verða sér úti um tómstunda-störf, bæði ungir og gamlir, þó er það alveg sérstaklega nauðsynlegt fyrir af-gangslífsorku þeirra yngri. Plkki sí/.t í þessu sambandi er aukin menntun ómet-anleg.
En þó verður ætíð þyngst á metunum starf, sem unnið er í þágu almennings, í þágu náungans. Og það er ekki til það starf, hversu lítilfjörlegt sem það kann að sýnast, að ekki sé hægt að beita þ\'í sem velferðarstarfi, aðeins ef unnið er með réttu hugarfari.
Það hvílir mikil ábyrgð á sérhverjum starfandi manni í þessu efni, en þó sér-staklega á þeim sem hafa með höndum umfangsmikinn at\ innurekstur.
III. Starf sjómannsins er margþætt og á margan hátt merkilegt. Engir kynnast skini og skúrum jafn bókstaflega og sjómennirnir. A þeim vettvangi er oft skammt á milli hafrótsins og lágdeyðunnar. Fáir vinna raunar óeigingjarnara starf í þágu alþjóðar og njóta þó lítt ávaxta erfiðis síns.
- ?8 .
Ekkert starf er betur fallið til að laða l'rain og styrkja beztu eiginleika manns-ins en sjómennskan. Samstaðan með fé-lögunum í blíðu, en þó einkum í stríðu, byggir upp óeigingirni, ábyrgðartilfinn-ingu og lijálpsemi og virðingu fyrir má t ta rvö 1 d u num, guðdóm in um. Iietri skóli mun ekki vera til fyrir sið-ferðisþroska unglinga. Þessvegna má hver þjóð vera stolt af myndarlegri og fjölmennri sjómanna-stétt. Starfið á hafinu gefur frjálst og vítt athafnasvið. Og þegar k\öldhiminninn hvollist lieiður yfir hafið, með blikandi stjörnuljósum, þá gleymist hversdagsleik-inn, nýir og áð'ur óþekktir hcimar opn-ast, í brjóstinu vakna hugsanir ofar önn dagsins, heiinspekilegir þankar. Þá verður augljós smæð mannsins, andspænis hinum miklu víðáttum geims-ins á vegum alheimsins. I'eir sem hafa fengið slíka reynslu. brosa með sjálfum sér að hinttm hroka-fulla, sem ber sér á brjóst og kallar: Hér er ég, sjáið hvað ég er stór, n'kur, vold-ugur og vit.ur. Hvað er hér stórt eða smátt?
IV. Við tilkomu gervihnatta og eldibranda sem hægt er að senda út fyrir áhrifasvæði jarðarinnar, gefst okkur af slíkum sjónar-lióli, í hópi reikistjarna, ný og betri yfir-sýn yfir mannheim og tækifæri til að skoða allt betur en áður, eins og maður, sem fer í fyrsta sinn að heiman. Sá sem þannig hugsar sig út fyrir ;t-hrjfasvið þessa hnattar, ég tala nú ekki uni ef hann fer í kúhi út í geiminn, hlýt-ttr að öðlast alveg nýjan og fullkomnari skilning á mannh'finu. Hann sér ekki lengnr nein landamæri, hvað þá mann- SJÓM.\XNAn.U;S»L\tí VF.STMANNAEVJ,\ peðin, lieldur jörðina alla í einni sjón-hending. Mennirnir eru svo smáir, að þeir hvcrfa alvég sjónum, jafnt rikir sem fátækir, hvítir og hörundsdökkir, vel klæddir og naktir, og jafnvel þeir vold-ugu, sem þó reyna að tylla sér upp á axlir náungans, eru smærri en duftið. Þetta eru nefnilega allt meðlimir í sömu fjölskyldu, háðir sömu lögmálum. Hver þar raunverulega er stór og hver smár verður crfitt að dæma um. Maðurinn gctur ekki flúið upphaf sitt. Hann getur ekki hlaupið frá náunga sínuin og einangrað sig í ókleifri borg allsnægta eða vísinda, já, ckki einu sinni í guðlegri fullkomnun. Hann verður að taka náunga sinn með sér, og deila alls-nægtum sínum, vizku sinni og fullkomn-un með honuin, og það verður að gerast viturlega og í fullri auðmýkt, án þess að biðja um þakklæti, því að meira en nóg þakklæti felst í því að eiga þess kost að miðla öðrum af allsnægtum sínum. Ef nokkrir búa við skort þar sem aðrir bi'ia við allsnægtir, truflast jafnvægi mannlífsins. NáttLirulögniálin krefjast jafnvægis. Ef það fæst ekki með góðu, þá verður það að koma með illu, óeirðum, uppreisnum, styrjöldum, hörmungum. Það er ekki hægt til lengdar, hvorki Eyrir einstaklinga né þjóðir, að lifa f alls-nægtum innan um fátækt og basl, eða við frjálsræði og fjölfræði á næsta leiti við íáfræði og kúgun. Ef rnetin eru ekki jöfn-uð, hefnir það sín grimmilega fyrr eða síðar. Þá lexíu virðast valdsmennirnir og hinar voldugu þjóðir seint ætla að læra.
V. Mest hamingja fellur þeim í skaut, sem vinna að því að bæta mannlífið, en það má gera á jafnmarga vegu og störfin eru mörg og mennirnir misjafnir. Þeir sann vitru kunna að rata þá leið, þótt í kyrr-þey sé, og gleyma þá sjálfum sér uai stund. Hinir leita þá oft hamingjunnar langt yfir skammt og finna hana þá má-ske hvergi. Matiö á smáu og stóru er ekki alltal auðvclt. Ef til vill er mikilmennið að finna þar sem sízt skyldi ætlað, og er hætt við, að þar um gildi ekki alltaf hin hefð-bundnu sjónarmið. Þá kann svo að fara, þcgar manngildið er skoðað niður f kjöl-inn, þá vcrði oft og einatt það, sem áður sýndist stórt, að smáhnoðra, og það, sem áður virtist smátt, að máttarstoðum mannlífs á framfarabraut.