Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Skipsstjórnarnámið hafið á ný Vestmannaeyjum
Í haust, er leið, var á ný hafin kennsla í skipstjórnargreinum í Vestmannaeyjum. Sú kennsla hafði þá legið niðri í átta ár en síðustu nemendumir voru útskrifaðir hér í Vestmannaeyjum 1999 og þá hafði skólinn verið sameinaður Framhalds- skólanum. Á þeim tíma voru þrír stýrimannaskólar starfandi, í Reykja- vík á Dalvík og í Vestmannaeyjum. Sam-kvæmt ákvörðun menntamála- ráðherra var ákveðið að leggja lands- byggðarskólana niður og hafa skip- stjómamámið alfarið í Reykjavík. Þau mál þróuðust síðan á þann hátt að Stýrimannaskólinn í Reykjavík varð ein af deildum Fjöltækniskólans sem rekinn er af Islenska mennta- félaginu. Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum var stofn- aður árið 1964 og á þeim rúmlega þremur ára- tugum, sem hann starfaði, útskrifuðust frá honum hátt í 400 skipstjórnarmenn, bæði heimamenn og menn annars staðar að af landinu. Eftir breyting- una 1999, þegar námið var fært til Reykjavíkur, fækkaði mjög þeim Eyjamönnum sem stunduðu þetta nám og hin síðustu ár voru orðin vandræði við að ráða réttindamenn á flotann hér. Útvegsbændur riðu á vaðið í fyrra hafði Útvegsbændafélag Vestmannaeyja forgöngu um að kanna möguleika þess að helja þetta nám að nýju í Vestmannaeyjum. Rætt var við forsvarsmenn Framhaldsskólans í Eyjum og Fjöltækniskólans í Reykjavík og urðu lyktir þeirra viðræðna þær að ákveðið var að hefja nám I. stigs í Eyjum, haustið 2007 ef næg þátttaka fengist. Ákveðið var að ráða sérstakan aðila til að kynna þennan möguleika fyrir væntanlegum nemendum og um sumarið vann Sveinn Magnússon, markaðs- ffæðingur, að því að fá nemendur til að sækja um þetta nám. Affakstur þess varð sá að um haustið settust 18 nemendur á skólabekk í I. stigi skipstjómarbrautar Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum, þar af ein stúlka og er þetta í fyrsta sinn sem kona situr í þessu námi í Eyjum. Fjórir þeirra stunduðu námið utan- skóla en mættu í þá tíma sem þeir gátu. Námið var í náinni samvinnu við Fjöltækniskólann og námsskrá þess skóla fylgt í þeim greinum er lúta að sjálfu fagnáminu. Affur á móti gilti námsskrá Framhaldsskólans í almennu greinunum, svo sem íslensku, stærð- ffæði og tungumálum. Sigurgeir Jónsson var ráðinn sem deildarstjóri skipstjómarbrautarinnar og kenndi hann jafnframt siglingaffæði. Bjarki Guðnason, forstöðumaður Eimskips í Vestmannaeyjum, tók að sér að kenna stöðugleika, Haraldur Óskarsson, netagerðarmeist- ari í Net hf., sá um verklega sjóvinnu og Höskuldur Kárason, hjá Vinnueftirlitinu, um bóklegan hluta þess náms. Læknamir Ágúst Ó. Gústafsson og Einar E. Jónsson sáu svo um kennslu í heilbrigðis- fræði. Ákveðið var að nám í samlíki (siglinga- hermi) og siglinga- og fiskileitartækjum skyldi verða svonefnt lotunám. Fóm nemendur til Reykja- víkur tvær helgar á haustönninni í það nám en unnu sjálfir verkefni er tengdust náminu. í lok seinni lotunnar voru tekin próf í báðum þessum áfongum. Lokapróf annarinnar voru svo tekin í desember með öðrum nemendum Framhaldsskólans. Próf í siglingafræði og stöðugleika komu frá Fjöltækni- skólanum en próf í öðmm greinum voru samin af kennurum hér. Sé áhugi fyrir hendi á þetta nám framtíd fyrir sér Á vorönninni hafði nemendum fækkað úr 18 í tólf. Tveir hættu í námi á miðri haustönn, þrír náðu ekki tilskildum árangri á prófum og einn flutti búferlum og ákvað að fara í skólann í Reykjavík.
SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA
Þrír þessara nemenda stunduðu námið utanskóla. Sú breyting varð á kennaraliði að Bjarki Guðnason hætti en í hans stað tók Friðrik Ásmundsson að sér kennslu í stöðugleika og siglingareglum, gamal- reyndur í hvoru tveggja. Þá tók Viðar Elíasson að sér kennslu í aflameðferð. Sami háttur var á í sam- líki og tækjum og var á haustönninni, að farið var til Reykjavíkur í tveimur helgarlotum og próf tekin þar eftir seinni lotuna. Önnur próf voru svo tekin í maí og skólaslit þann 17. maí sl. Sú breyting var gerð á skipstjómamáminu, þegar það var endurskoðað og endurskipulagt fyrir tíu ámm, að námstíminn lengdist talsvert, sérstaklega í fyrsta stigi. Þau réttindi, sem menn fá í hendur, em alþjóðleg og fylgja þarf ákveðnum kröfum sem til þess eru gerðar. Því varð um nokkra lengingu á náminu að ræða. Áður tók tvær annir, eða eitt ár, að ljúka fyrsta stigi en nú tekur það nám ijórar annir eða tvö ár. Námstíminn fyrir annað stig lengdist heldur minna. Nemendurnir í Eyjum eru því hálfnaðir með nám sitt til að fá réttindi fyrsta stigs. Ekki er annað vitað, þegar þetta er skrifað, en allir hyggist halda áfram í haust. Þá er einnig ákveðið að bjóða upp á þetta nám áfram í Framhaldsskólanum þannig að reikna má með að nýir nemendur hefji nám á I. stigi í haust. Mjög gott samstarf hefur verið við kennara og stjóm- endur Fjöltækniskólans i vetur. Verði áframhal- dandi áhugi nemenda fyrir því að stunda þetta nám í Vestmannaeyjum, er engin ástæða til annars en að ætla að það eigi framtíð fyrir sér. Sigurgeir Jónsson. deildarstjóri skipstjórnarbrautar FÍV.