Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Magnús Grímsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. desember 2017 kl. 13:23 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. desember 2017 kl. 13:23 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: FRIÐRIK ASMIJNDSSON Magnús Grímsson M aggi á Felli, en þannig þekkja hann allir hér í Eyjum, fæddist á Felli, Vestmanna- braut 36, 10. september 1921. Foreldrar hans vo...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

FRIÐRIK ASMIJNDSSON Magnús Grímsson


M aggi á Felli, en þannig þekkja hann allir hér í Eyjum, fæddist á Felli, Vestmanna- braut 36, 10. september 1921. Foreldrar hans voru Guðbjörg Magnúsdóttir og Grímur Gíslason. Hún var frá Felli og hann Stokkseyri. Þau Grímur og Guðbjörg bjuggu þá á Felli hjá foreldr- um hennar, þeim Guðrúnu Þórðardóttur frá Gerðakoti Vestur-Eyjafjöllum og Magnúsi Magnússyni frá Selalæk á Rangárvöllum. Þau áttu auk Guðbjargar, dreng, Þórð að nafni, sem þau misstu ungan og stúlku, Önnu Sigríði, sem dó úr berklum þegar Maggi var á öðru árinu. Maggi var frumburður þeirra hjóna en auk hans fæddist Anton, bróðir hans, á Felli. Þau Guðbjörg og Grímur fluttust þá yfir götuna á Gunnarshólma en Maggi varð eftir hjá afa sínum og ömmu og ólst upp hjá þeim til fullorðinsára. Foreldrar hans fluttu síðar að Baldurshaga þarna í nágrenninu og 1938 keyptu þau Haukaberg við Vestmannabraut og bjuggu þar lengi. Börnin urðu fimm og var Maggi alltaf í nánu sambandi við systkini sín og foreldra enda stutt á milli heimilanna. Afinn átti í útgerð. Arið 1907 fékk hann, ásamt fjórum öðrum, ný- smíðaðan, 8,56 tonna, bát með 8 hestafla Danvél frá Friðrikssundi í Danmörku, sem fékk nafnið Kristbjörg VE 112. Hver um sig átti 1/5 í bátnum. Sameignarmennirnir voru: Ámi Gíslason, Stakka- gerði, Ólafur D. Sigurðsson, Strönd, Sigurður Ólafsson, Núpi V-Eyjaf]öllum og Ágúst Guðmundsson Ásnesi. Magnús var formaður á Kristbjörgu fyrstu 10 vertíðimar en eftir 22 vertíðir á Eyjamiðum var hún seld til Siglufjarðar. Þorsteinn í Laufási segir, í Aldahvörfum í Eyjum, að Kristbjörg hafi verið einstök happafleyta. Árið 1925 létu þeir Magnús, Grímur, tengda- sonur hans, Sigurður Sæmundsson á Hallormsstað og Jón Guðjónsson á Hvanneyri, smíða nýja Kristbjörgu VE 70 hér í Eyjum. Hún var 15 tonn með 50 hestafla Hansavél. Henni var skipt út fyrir 70 hestafla June Munktell 1933. Árið 1940 eru eigendur Kristbjargar Grímur Gíslason og dánarbú Magnúsar sem seldu hana 1952 og hættu útgerð. Grímur var með bátinn í upphafi til ársins 1942 þegar hálfbróðir hans, Ingvar Gíslason, tók við skipstjóminni en hann hafði áður verið mótoristi þar. Grímur tók svo aftur við bátnum 1948 og var með hann þar til hann var seldur og þá allt árið á snurvoð. Maggi var með pabba sínum æði lengi, ffá 1938 til 1952 og var líka á henni þegar Ingvar var með hana. Sem smástrákur fór Maggi á Felli eins og aðrir strákar að venja komur sínar á biyggjumar, klappimar, fjörurnar, í beituskúrana og aðgerðarkræmar. Nánasti æskuvinur hans var Beddi (Bemódus Þorkelsson) í Sandprýði sem var árinu eldri en Maggi. Hann varð síðar mágur hans þegar þau Aðalbjörg, systir hans, og Maggi giftu sig. Aðrir æskuvinir voru Jói í Garðsauka, Jóhann Kristmundsson og Daddi, Kjartan Markússon, í Stakkholti. Þeir fluttu úr Eyjum þegar þeir urðu fúlltíða menn. Maggi var eins og einbimi hjá afa sínum og ömmu og fljótt fóru þeir nafhamir að snúast í ýmsu. Þau hjónin á Felli áttu fjölda kinda sem vom í kindakofa, heima á lóð, á vetuma. Þar var líka hlaða. Fénu þurfti að sinna vetrarlangt og afla heyja að sumrinu til á túni sem gamli maðurinn átti þar sem Hraunbúðir, heimili aldraðra, eru núna. Má því segja að nú sé Maggi kominn þar sem hann var


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA

strákur að heyja með afa og ömmu. Á sumrin gekk féð í Heimakletti, Ystakletti, Bjamarey og Álsey. Magnús á Felli verkaði sjálfúr allan aflann af Kristbjörginni í salt. Strax á bamaskólaaldri fór Maggi á vorin í króna að vaska saltfiskinn og salta eftir vöskun, síðan að vinna við þurrkun hans á tveimur stakkstæðum sem fjölskyldan átti vestan við Brimhóla og því þriðja sem nú er nýuppgert við Olnboga. Maggi fór snemma að hafa áhuga á sjónum. Átta og níu ára fékk hann stundum, á sumrin, að fljóta með á trillu sem þeir reru saman á, afi hans og Friðrik Svipmundsson á Löndum. Þetta var opinn bátur með Solovél sem smá kassi var yfir. Sérstaklega man hann eftir róðri á lúðulínu sem þeir höfðu lagt í Flóann fyrir austan Skelli. Þar var góður afli og allt upp í eina 110 punda lúðu. í öðrum róðri voru þeir á handfærum og reru í suðursjóinn, byrjuðu á Brandskjálkanum, austan við Brandinn og fóru síðan á hraunið vestan við Álsey. Þeir karlamir voru með sökku og ballans með tveimur önglum en Maggi með sökku og einn öngul. Þama fengu þeir ágætis þorsk og fylltu vel eitt rúmið í trillunni. Strax eftir fermingu fór Maggi að vinna sem sendill hjá Kaupfélagi verkamanna. Hann fékk gott reiðhjól með kassagrind og nóg var að gera. Þeir vom þrír í þessu, hinir voru Borgþór Jónsson á Bergstöðum síðar veðurfræðingur og Kjartan Bjamason í Djúpadal síðar vélsmiður. Þeir hjóluðu með vörumar heim til fólks liðlangan daginn ásamt öðru sem þurfti að sinna. Maggi byrjaði að róa á netum á vetrarvertíðinni 1938, 16 ára gamall, með föður sinum á Kristbjörginni að sjálfsögðu. Og áfram, í mörg ár, þar um borð á línu og netum á vetuma og snurvoð á sumrin. Aðeins eitt sumar fór hann á síld norðanlands og þá á Erlingunum, sem vom tvílembingar undir skipstjórn Sighvatar Bjarnasonar í Ási. Þeir rótfiskuðu á þessa litlu báta eða tæp 14 þúsund mál og tunnur. Öll önnur sumur var Maggi á snurvoð eða trolli á Eyjamiðum. Þeir voru yfirleitt heppnir á Kristbjörginni, bæði á vetrar - og sumarúthöldum. Haustið 1942 fór Maggi á skipstjómarnámskeið Fiskifélagsins hér í Eyjum. Forstöðumaður var Þorlákur Guðmundsson frá Eskifirði. Nemendur voru 22 og réttindin sem fengust voru 75 tonna skipstjórnarréttindi sem síðar vom hækkuð í 120 tonn. Effir að Kristbjörg var seld, fór Maggi á Stakk (ex Maggý) til Guðjóns Ólafssonar á Landamótum og síðan á Sæbjörgu til Guðjóns Kristinssonar á Miðhúsum. Það var svo í ársbyrjun 1957 að Maggi byrjaði skipstjóm á Gylfa VE 201, 50 tonna báti, sem Fiskiðjan átti. Það bar til með þeim hætti að Bemódus, mágur hans og æskuvinur, ætlaði að vera með bátinn og var hann búinn að ráða fúlla áhöfn með sér. En þama í janúar 1957 lést hann á sjúkrahúsi í Reykjavík, langt um aldur fram, öllum harmdauði sem til þekktu. Þannig bar það til að Maggi varð skipstjóri sem hann hafði ekki hugsað til, segir hann. Hann var með Gylfa á línu og netum og fiskitrolli yfir sumarið og fiskiríið gekk vel. Þrátt fyrir það var hann aðeins þetta eina ár með Gylfa. Næst tók hann Tý VE 315, 37 tonna báti, sem var í eigu Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, Einars ríka, og var með hann 1958 á línu og netum og humar - og fiskitrolli. Maggi segir að Týr hafi verið sá mýksti bátur á framendann sem hann hafi komið um borð í. í upphafi árs 1959 tók hann við Andvara VE 101, 52 tonna, báti hjá sömu útgerð og var með hann á sams konar veiðiskap í 4 ár til ársloka 1962. Maggi á góðar minningar af Andvara, gott fiskirí og gott gengi á allan máta, öll árin. Eftir Andvara tók hann Sídon VE 155, 65 tonna báti Bjöms Guðmundssonar, og var með

hann í 2 ár. Þaðan á ísleif 2. VE 36, 59 tonn að stærð, fyrir Ársæl Sveinsson í 2 ár og alltaf á sams konar veiðum, línu og netum á vetuma og humar - og fiskitrolli á sumrin og haustin. Eftir Isleif 2. lá leiðin aftur til Guðjóns Kristinssonar og þá sfyri- maður á Metu VE og síðar stýrimaður hjá honum á Hrauney VE. Vetrarvertíðina 1973, gosvertíðina, var hann stýrimaður á Frigg VE og þá lenti hann í því versta sem hann lenti í á sjó. Þeir voru á leið til Grindavíkur, snemma morguns, 29. mars í vondu suðvestan veðri, brimi og roki. Rétt utan við Grindavík fengu þeir á sig brot og mikill leki kom að bátnum. Dælur höfðu ekki undan, veðrið fór versnandi og vindur snerist til vesturs. Reyna átti að koma bátnum til Þorlákshafnar en fljótt kom í ljós að það gengi aldrei. Skipshöfnin, 4 menn, yfirgáfu því Frigg, í gúmmíbjörgunarbáti, og voru þeir teknir um borð í Sigurð Gísla VE sem þama var nærstaddur. Haldið var til Þorlákshafnar en Frigg rak upp í Krísuvíkurbergið og brotnaði þar í spón. Maggi var aðeins á Hrauney eftir þetta, fór svo í land að vinna í netum hjá Veiðarfæragerð Vestmannaeyja til 1991. Aðallega var verið í fiski - og humartrollum, þorskanetum og reknetum um tíma og öðru sem til féll. Og tvö ár í viðbót í netum fyrir Guðmund Inga Guðmundsson, skipstjóra og

útgerðarmann. Eftir 36 ár á sjó og 20 ár í netavinnu hvers konar lauk starfsævinni, óhætt er að segja farsællega og með sóma. Lánið lék við hann á sjónum og þaðan em flestar góðu minningamar í fúllri sátt við alla sem hann starfaði með, það sama á við netavinnuna í landi. Eiginkona Magga er Aðalbjörg Þorkelsdóttir frá Sandprýði, næsta húsi við Fell svo það var ekki langt að sækja hana, hafa auðvitað þekkst frá bamæsku. Hún, systir æskuvinarins, Bedda, og alltaf náið samband milli heimilanna. Hún er fædd 5. mars 1924 og þau giftu sig 8. desember 1945 og byrjuðu að búa, eitt ár, í Sandprýði. Næsta árið áttu þau heima á Höfðabrekku við Faxastíg og síðan á Felli alla tíð, þar til í desember sl. að Maggi fór á Hraunbúðir. Alla fór þangað árið áður. Maggi var því einn á æskuheimilinu í eitt ár. Bömin em fjögur, þrjár dætur og sonur sem öll em búandi fólk hér í Eyjum Iþróttirnar. Maggi á Felli er þekktur fyrir íþróttaáhuga á öllum sviðum. Þeir strákamir, hann og Beddi, Jói, Daddi og Ingólfur Amarson, fóm oft upp að Norðurgarði, hlupu þaðan niður í bæ. Sá sem var fyrstur að Skuld vann. Þama kynntist hann fyrst íþróttum. Hann gekk snemma í Þór og var þar allt í öllu þar til Þór og Týr voru sameinuð um áramótin 1996 og 1997 Hann æfði frjálsar, alltaf þegar færi gafst vegna sjósóknar, og þá mest köstin, kúluvarp, kringlu - og sleggjukast og langhlaup og tók þátt í frjálsíþrótta- mótum. Fótbolta stundaði hann líka af kappi og spilaði mikið með Þór á móti Tý. Þá gekk oft mikið á. Eyjastrákamir spiluðu svo saman undir merkjum KV, Knattspyrnufélags Vestmannaeyja, við utan- bæjarlið bæði hér og í Reykjavík og stundum við bresku hermennina á stríðsárunum á vellinum inni í Botni og unnu þá alltaf við lítinn fögnuð þeirra bresku. Maggi vann mikið fyrir Þór, ekki síst við Þjóðhátíðarundirbúning, og í mörg ár kveikti hann í bálkestinum á Fjósakletti sem hann hafói tekið þátt í að safna og stafla upp. Maggi var einn af forystumönnunum við stofnun ÍBV, jþróttabanda- lags Vestmannaeyja, 1945 og var í fyrstu stjóm- inni. Hann var líka einn af frumherjum þess að Týr og Þór voru sameinuð og er hann ánægður með hvernig til tókst. „Peningamálin voru þannig að nauðsyn bar til að sameina,“ segir hann. Trúlega eru þeir fáir sem hafa átt sitt uppáhalds- félag í ensku knattspyrnunni eins lengi og Maggi á Felli. Tíu ára gamall frétti hann af afreki hjá Arsenal og allar götur síðan hefúr það verið uppáhaldsfélag hans í ensku knattspymunni. Geri aðrir betur. Maggi er mjög vel á sig kominn á allan hátt. Það segist hann þakka íþróttunum fyrr og síðar. Þær hafi gefið sér mikið á allan hátt. Hann fylgist mikið með þeim í sjónvarpi sama hverjar þær em, ffjálsar af öllu tagi og auðvitað fót - og handbolta. Þau hjónin láta vel af sér á Hraunbúðum innan um gamla vini og kunningja. Þama á ganginum með þeim eru m.a. Júlli Hallgríms og Pétur Sigurðsson, allir jafnaldrar, fæddir og uppaldir hér í Eyjum, sjó- menn hér til fjölda ára á bátunum eins og Maggi, svo að oft er rætt um sjó, veður, fiskirí og allt sem að sjósókn lýtur. Friðrik Ásmundsson