Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 151-160
Ár 1931, mánudaginn 14. sept., var fundur haldinn í skólanefnd Vestmannaeyja í Ásgarði. Mættir voru á fundinum nefndarmennirnir Árni Filippusson, síra Sigurjón Árnason, P. V. G. Kolka og Jóh. Þ. Jósefsson. Ennfremur skólastjórarnir Páll Bjarnason og Þorst. Þ. Víglundsson. Fyrir tekið: 1. Veiting á áður auglýstri kennarastöðu við barnaskólann.
Umsóknir hafa borist frá Málfríði S. Ingibergsdóttur, Fögruvöllum hjer í bæ, Högna Sigurðssyni í Vatnsdal, Haraldi Jónssyni frá Vík í Mýrdal og Þórarni I. Jónssyni í Reykjavík.
Nefndin var sammála um að mæla með umsókn Málfríðar Ingibergsdóttur.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið.
Árni Filippusson Sigurjón Árnason Páll Bjarnason
Jóhann Þ. Jósefsson P. V. G. Kolka Þorst. Þ. Víglundsson
Ár 1931, þriðjudaginn 22. september kl. 8 e. h. var fundur haldinn í skólanefnd Vestmannaeyja í Ásgarði. Mættir voru nefndarmennirnir síra Sigurjón Árnason, P. V. G. Kolka og Jóh. Þ. Jósefsson. Ennfremur skólastjórar Þorsteinn Þ. Víglundsson og Páll Bjarnason. Bæjarfógeti Kr. Linnet var utan xxx. Var þar og þá fyrir tekið: 1. Brjef frá Þorst. Þ. Víglundssyni viðvíkjandi: a. Ósk um að fá að halda kvöldskóla í barnaskólahúsinu án þess að greiða fyrir það sjerstakt endurgjald. Samþykkt. b. Um ráðningu á kennslukröftum við Gagnfræðaskólann. Frestað ákvörðun til almenns kennarafundar. 2. Lagður fram listi yfir væntanlega nemendur í skóla S. D. Aðventista. Samþykktur. 3. Sótt um undanþágu frá skólagöngu fyrir 9 börn skv. framlagðri skrá. Samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Árni Filippusson Sigurjón Árnason Jóhann Þ. Jósefsson
Þorsteinn Þ. Víglundsson P. V. G. Kolka Páll Bjarnason
Ár 1931, föstudaginn 25. september kl. 8 e. h. var fundur haldinn í skólanefnd Vestmannaeyja að Ásgarði. Mættir voru skólanefndarmennirnir Árni Filippusson, Jóh. Þ. Jósefsson, síra Sigurjón Árnason og P. V. G. Kolka. Auk þess mættu skólastjórar beggja skólanna og kennararnir Arinbjörn Sigurgeirsson, Ársæll Sigurðsson og Halldór Guðjónsson. Fyrir tekið: 1. Ráðning á kennurum við gagnfræðaskólann. Ofannefndir 3 kennarar hafa tekið að sjer kennsluna við gagnfræðaskólann auk skólastjórans og skólastjórarnir báðir komið sjer saman um að haga stundatöflu skólanna þannig, að ekki verði árekstur með kennarana.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið.
Árni Filippusson Sigurjón Árnason P. V. G. Kolka
Jóhann Þ. Jósefsson Þorst. Þ. Víglundsson Halldór Guðjónsson
Ársæll Sigurðsson Arnbjörn Sigurgeirsson Páll Bjarnason
Ár 1931, fimmtudaginn 22. október kl. 8 e. h. var fundur haldinn í skólanefnd Vestmannaeyja að Ásgarði. Mættir voru auk formanns nefndarinnar, Árna Filippussonar, nefndarmennirnir Kr. Linnet, P. V. G. Kolka og Jóh. Þ. Jósefsson. Auk þess skólastjóri Páll Bjarnason.
Fyrir tekið.
1. Brjef frá bæjarfógeta Kr. Linnet, þar sem hann stingur upp á því, að skólabörnin fái klukkustundar matmálshlje, mð þvi að óslitin 5 tíma skólaverra muni vera óholl þeim. Eftir nokkrar umræður og eftir að fengnar voru þær upplýsingar hjá skólastjóra, að flest öll börnin hefðu með sjer bita í skólann og þeim væri veitt stutt matarhlje til þess að neyta hans, þá ákvað nefndin að gera ekki að sinni til frekari breytingar á skólatímanum, með því að það myndi gera nokkra truflun á starfi skólans.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið
Árni Filippusson Jóhann Þ. Jósefsson Kr. Linnet
P. V. G. Kolka Páll Bjarnason
Ár 1931, fimmtudaginn 3. des. kl. 4 e. h. var haldinn fundur í skólanefnd Vestmannaeyja að Ásgarði. Nefnarmenn allir mættir nema Jóh. Þ. Jósefsson sem er erlendis. Auk þess Páll Bjarnason skólastjóri og Sigurbjörn Sveinsson kennari.
Var þar og þá fyrirtekið:
1. Sigurbjörn Sveinsson fer fram á, að hann fái að setja kennara í sinn stað það sem eftir er kennsluársins, þar sem hann verður nú að láta af kennslu vegna heilsubrests. Fer hann fram á styrk hjá skólanefnd til að launa staðgöngumann sinn, a. m. k. að einhverju leyti. Til bráðabirgða hefur Árni Guðmundsson gagnfræðingur tekið að sjer kennsluna.
Skólanefnd leggur það til að greiddur verði úr bæjarsjóði kostnaður sá, sem af þessu leiðir, helst allt að kr. 1000.00
Fleira ekki fyrir tekið.
Árni Filippusson Sigurjón Árnason
Kr. Linnet P. V. G. Kolka Páll Bjarnason
Ár 1932, fimmtudaginn 25. febr. kl 8 ½ e. h. var haldinn fundur í skólanefnd Vestmannaeyja í barnaskólanum. Nefndarmenn allir mættir. Ólafur Lárusson héraðslæknir var mættur og lagði fram símskeyti frá fræðslumálastjóra þar sem hann er skipaður formaður skólanefndar.
Samþykkt var að endurskoðunarmenn bæjarsjóðs tækju út öll plögg skólanefnd viðkomandi, úr dánarbúi Árna Filippussonar. Samþykkt var að bæjarskrifstofan taki framvegis að sér reikningshald barnaskólans og útborganir. Ákveðið var að Gísli Finnsson gegndi leikfimiskennslu við barnaskólann, um óákveðinn tíma í veikindaforföllum Friðriks Jessonar. Upplýst var að eitthvað mundi af skólaskyldum börnum sem eigi hefðu komið í skólann í vetur. Samþykkt var að fela skólastjóra að hafa upp á þeim börnum sem svo væri ástatt um og leita aðstoðar lögreglunnar til að ná þeim til prófs, ef þess yrði þörf.
Sigurjón Árnason Ól. Lárusson P. V. G. Kolka
Kr. Linnet Páll Bjarnason
Ár 1932, fimmtudaginn 3. mars kl. 3 e. h. var fundur haldinn í skólanefnd Vestmannaeyja- kaupstaðar. Allir nefndarmenn mættir nema Jóh. Þ. Jósefsson alþm. Auk þess mætti á fundinum skólastjóri gagnfræðaskólans Þorst. Þ. Víglundsson.
Fyrir tekið:
1. Uppkast að reglugerð gagnfræðaskólans. Svofelld breytingartillaga var samþykkt: 13. grein ritist svo: Skólaárið er frá 1. október til aprílloka.
Við 5. gr. kom fram svofelld breytingartillaga: orðin „ef tök þykja á að standast kostnaðinn af því“ í fjórðu málsgrein falli niður.
Við 1. gr. kom fram svofelld breytingartillaga: orðin „á hættulegasta tímabili æfinnar, kynþroskaskeiðinu“ falli niður. Orðin í 2. gr. „str. þó 13. grein“ falli burtu. Breytingartillögur þessar náðu samþykki nefndarinnar.
Fleira ekki tekið fyrir.
Ól. Ó. Lárusson Sigurjón Árnason
P. V. G. Kolka Kr. Linnet
1916
Hr. Björn H. Jónsson, sem hefir tekið próf við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg og við háskólann í Frederiksborg og Askov, er hjer með ráðinn, af hlutaðeigandi skólanefnd, til að vera aðalkennari og skólastjóri við barnaskólann í Vestmannaeyja skólahjeraði.
Kennslutími skal vera 6 mánuðir á ári, og árleg laun 1500- fimmtán hundruð- krónur, og húsaleigustyrkur fyrst um sinn, 200 – tvö hundruð-krónur. Hvorugur samningsaðili getur sagt upp samningi þessum seinna á ári en í lok maímánaðar, nema með beggja samþykki.
Vestmannaeyjum í júlímánuði 1916. Í skólanefnd Vestmannaeyja
Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Brynj. Sigfússon
Að jeg sje samþykkur ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni
Björn H. Jónsson
Frú Jónína Þórhallsdóttir, sem hefir tekið aðalpróf við kennaraskólann í Reykjavík, er hjer með ráðin af hlutaðeigandi skólanefnd, til að vera kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjaskólahjeraði.
Kennslutími skal vera 6 mánuðir á ári og laun 700- sjöhundruð- krónur. Hvorugur samningsaðili getur sagt upp samningi þessum seinna á ári en í lok maímánaðar, nema með beggja samþykki
Vestmannaeyjum í júlímánuði 1916 Í skólanefnd Vestmannaeyja
Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Brynj. Sigfússon J. A. Gíslason
Að jeg sje samþykk ofanskrifuðum samningi votta jeg með undirskrift minni.
Jónína G. Þórhallsdóttir
Hr. Guðjón Guðjónsson, sem hefir tekið gagnfræðapróf við Flensborgarskólann og kennarapróf við kennaraskóla Íslands eftir tveggja vetra vist þar, er hjermeð ráðinn kennari við barnaskóla Vestmannaeyja af hlutaðeigandi skólanefnd.
Kennslutími skal vera 6 mánuðir á ári (frá 1. okt. til 31. marz) fyrst um sinn 2x4=8 stundir hvern dag. Laun þá 900- níu hundruð krónur. Hvorugur samningsaðili getur sagt samningnum upp eftir lok maímánaðar, nema með beggja samþykki.
Vestmannaeyjum 28. September 1916 Í skólanefnd Vestmannaeyja
Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Brynj. Sigfússon J. A. Gíslason
Að jeg sje ofanskrifuðum samningi samþykkur votta jeg með undirskrift minni.
Fagurhól 28. September 1916