Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Aflaklóin

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. september 2017 kl. 14:27 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. september 2017 kl. 14:27 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>'''Aflaklóin'''</center></big></big><br> Frá Eyjum hann alla tíð reri,<br> aflann úr hafinu dró.<br> Á ufsann og ýsuna sneri,<br> afgreiddi þorskinn og hló...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Aflaklóin


Frá Eyjum hann alla tíð reri,
aflann úr hafinu dró.
Á ufsann og ýsuna sneri,
afgreiddi þorskinn og hló.
Sjómaður var hann með sóma
og setti í dugnaði met.
Þess vegna læt ég hann ljóma
er líf hans í kvæðið ég set.

Á Þórunni Sigurjón sigldi.
Saltið í kinnarnar beit.
Fiskilán æ honum fylgdi
og farsæld á gæfunnar reit.
Vaskur í aðgerð oft óð hann.
Þá vel upp á ermar var brett.
Við stýrið í brúnni svo stóð hann
er stefnan til Eyja var sett.

Enn eru sagðar hér sögur
um sægarp sem kunni sitt fag.
Hann sigldi um annes og ögur.
Við öldurnar fór hann í slag.
Frá Eyjum hann alla tíð reri,
aflann úr hafinu dró.
Á ufsann og ýsuna sneri,
Afgreiddi þorskinn og hló.

Lýður Ægisson