Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1986/Öryggismálanámskeið
Dagana 20.-22. Janúar fór fram námskeið um öryggismál sjómanna. Það var Verðandi, skipstjóra- og stýrimannafélagið sem hafði forgöngu um aþð að menn frá Slysavarnarfélaginu héldu námskeiðið. Þetta er í fyrsta sinn sem stéttarfélag hefur forgöngu um að fá svona námskeið í byggðarlagið.
Margt og mikið bar á góma á þessu námskeiði, leiðbeiningar um hjartahnoð, blásturaðferðin, skyndihjálp, eldvarnir, reykköfun. meðferð slökkvitækja o.fl.
Það er samdóma álit allra sem á námskeiðinu voru að það ætti að gera mikið meira af slíku.