Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979/Breytingar á flotanum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. júlí 2017 kl. 09:14 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. júlí 2017 kl. 09:14 eftir Mardis94 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Breytingar á flotanum


Nokkrar breytingar hafa orðið á flotanum. Í Sjómannadagsblaðinu í fyrra voru taldar upp þær breytingar, sem urðu á árinu 1977, en hér er seilst nokkuð lengra og tekið allt árið 1978 ásamt tímabilinu fram að sjómannadegi 1979.

m/b Leó Ve 400 strandaði á Þykkvabæjarfjöru 2. apríl 1978 og náðist ekki á flot. Leó var 100 tonna bátur, smíðaður í A-Þýskalandi 1959. Eigandi var Óskar Matthíasson o.fl.
m/b Ver Ve 200 fórst skammt austur af Eyjum 1. mars 1979. Ver var 70 tonn að stærð, smíðaður í Danmörku 1959. Eigandi Árni Magnússon.
m/b Eyjaver Ve 7 var seldur héðan til Norðfjarðar og heitir nú Fylkir Nk. Eyjaver er 217 tonna bátur smíðaður í A-Þýskalandi 1967. Eigandi var Erling Pétursson.
m/b öðlingur Ve 202 var seldur héðan í vetur til Vestfjarða. Hann er 52 tonn að stærð, smíðaður í Danmörku 1957. Eigendur voru Willum Andersen og Sveinn Halldórsson.
m/b Ófeigur Ve 324 var seldur héðan til Þorlákshafnar. Hann er skráður 88 tonn að stærð, smíðaður í A-Þýskalandi áríð 1959. Eigandi var Þorsteinn Sigurðsson.
m/b Gylfi Ve 201 var seldur héðan í vetur til Akraness. Gylfi er 47 tonn að stærð, smíðaður í Danmörku 1948. Eigandi var Grétar Þorgilsson.
m/b Helga Jó Ve 41 var keypt hingað í vetur. Hún er 12 tonn að stærð smíðuð á Akranesi 1961 og hét áður Dofri. Eigandi er Jóhannes Kristinsson.
m/b Hrauney Ve 80 var seld héðan á síðasta ári. Hrauney var 105 tonn að stærð smíðuð í Danmörku 1962. Eigandi var Ólafur Guðjónsson og fleiri.
m/b Stígandi II var seldur héðan í vetur til Grindavíkur. Stígandi er 183 tonna bátur smíðaður í Noregi 1962. Eigandi var Helgi Bergvinsson.
m/b Kristín Ve 40 var keypt hingað 1978. Hún er 10 tonna bátur smíðuð í Hafnarfirði 1970 og hét áður Kristín Hf. Eigandi er Eiður Marinósson.
m/b Þórir Ve 16 var keyptur hingað í vetur og hét áður Sigurjón Arnlaugsson. Hann er 65 tonn að stærð, smíðaður í Danmörku árið 1946. Eigandi er Margrét Magnúsdóttir og fleiri.
Eigendaskipti urðu á Sigurbáru eldri. Þeir Gísli Kristjánsson og Ásgeir Höskuldsson keyptu bátinn og heitir hann nú Lundi Ve 88.
Eigendaskipti urðu á Bug Ve 111. Erling Pétursson keypti bátinn af Hrafnakletti h/f.
m/b Sigurbára var keypt hingað í júnímánuði 1978. Sigurbára er smíðuð á Seyðisfirði 1978. Eigandi er Óskar Kristinsson.
Eigendaskipti urðu á Kópavík Ve 4. Sveinn Valdimarsson keypti bátinn, sem heitir nú Valdimar Sveinsson Ve 22.
Eigendaskipti urðu á Berg Ve 44. Gísli Sigmarsson keypti bátinn s.l. haust.