Arnardrangur
Húsið Arnardrangur var byggt árið 1928 og stendur við Hilmisgötu 11.
Mikil starfsemi hefur verið í húsinu í gegnum árin. Tónlistarskóli Vestmannaeyja var í skólanum um árabil áður en hann flutti í húsnæði Listaskóla Vestmannaeyja við Vesturveg.
Í Arnardrangi fer fram starfsemi Rauða Krossins og Lions-klúbbsins. Rauði Krossinn er með ýmiss konar námskeið ásamt venjulegu hjálpar- og aðstoðarstarfi. Þessi félög hafa staðið að miklum breytingum og endurnýjunum og er húsið orðið allt hið myndarlegasta. Gamli stíllinn fær þó að njóta sín þrátt fyrir miklar endurbætur.