Sigurður Sigurðsson (lyfsali)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júní 2006 kl. 12:50 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júní 2006 kl. 12:50 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigurðsson lyfsali og skáld fæddist í Kaupmannahöfn 15. september 1879. Móðir hans var dönsk en faðir hann var við nám í Danmörku.

Sigurður fór til Íslands á vegum föður síns sem drukknaði þegar hann var fimm ára gamall. Eftir það ólst Sigurður upp hjá Birni M. Ólsen rektor Lærða skólans. Þar lærði Sigurður en hætti námi í 6. bekk. Sigurður lagði síðar stund á lyfjafræði bæði á Íslandi og erlendis.

Sigurður var lyfsali í Vestmannaeyjum frá 1913-1931 en fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags.

Ljóð sín gaf Sigurður fyrst út í bók sem hét Tvístirnið. Eftir það hafa komið fjórar útgáfur af ljóðum hans.


Heimildir

  • Sigurborg Hilmarsdóttir. Skáldatal. 1991.