Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Sjómannadagurinn 1984
Sjómanna-dagurinn 1984
Sjómannadagurinn 1984 var haldinn hátíðlegur dagana 2. og 3. JUm. Hátíðar¬höldin á laugardag 2. júní hófust kl. 13 :45 með sprangi sem eyjapeyjar sýndu í Fisk¬hellanefi. Við Friðarhöfn byrjaði hátíðin með hefðbundnu sniði, kappróðri, kodda¬slag, stakkasundi, tunnuhlaupi, reiptogi og ýmislegu !leira til skemmtunar. Veður til hátíðarhalda varekki eins og best verður á kosið. Þó fylgdist fjöldi fólks með. Úrslit kappróðurs í Friðarhöfn á sjó-mannadaginn:
Gylft Harðarson setur hátíðina. Næst á dagskrá var koddaslagur karla. Þar varð sigurvegari Bárður Óli Kristjánsson, þriðja árið í röð. Þó að margir fiskistrákar veittu honum harða keppni dugði það ekki til þess að fella hann. Í koddaslag kvenna sigraði Ágústa Frið-finnsdóttir og var hún frískust allra meyja slagnum. I tunnuhlaupi sigraði Jón Bragi Arnarsson eftir mikið busl og miklar byltur allra kepp¬enda nema Jóns. Stakkasund var að gömlum og góðum sið. Sigurvegari varð Sveinbjörn Guðmundsson. Reiptog milli bryggja. Mesta orkan var í piparsveinunum sem sigruðu. Sýning á sjóskíðum fór·einnig fram með öðrum dagskrárliðum og endaði dagskrá við höfnina eftir sigur piparsveinanna. Dansleikir laugardagsins voru mjög vel