Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ Við Vestmannaeyjahöfn
S igurður Kristinsson, „Siggi á Löndum", eins og hann er jafnan kallaður, er einn þeirra Vestmanneyinga sem ekki fluttust aftur til Eyja eftir gosið 1973, heldur settust að uppi á fastalandinu, í Hafnarfirði, og fékk sér þar nýja vinnu. Hann vann um 20 síðustu áf starfsævi sinnar í Glerborg í Hafnarfirði, svo vel látinn þar að hann hætti ekki störfum þótt hann væri kominn yfir aldursmörkin, og ekki fyrr en hann varð fyrir vinnuslysi árið 1992. En fram að eldgosinu hafði hann helgað Vestmannaeyjahöfn nær alla sína starfskrafta. Þangað var hann ráðinn 1942 og lét af störfum 1975. Hann vann tvö ár í Eyjum eftir gosið en hafði ekki fasta búsetu, hafði herbergi í Vinnslustöðinni þegar hann var við vinnu. Htis hans og Guðbjargar Bergmundsdóttur, konu hans, á Landagötu 18 fór undir hraun. Þeim fór eins og mörgum öðrum þá að þau gátu vart hugsað sér aðra búsetu á Heimaey en í gamla austurbænum. Það var yfir götuna að fara fyrir Sigga að æskuheimili hans, Eystri-Löndum. Og Guðbjörg er lika rótgróin Vest-manneyingur, fædd 16. nóv. 1922 í Sjávargötu, og
í Eyjum bjuggu og störfuðu foreldrar hennar, Bergmundur Arnbjörnsson (frá Presthúsum og síðar Hvíld) og Elín Björnsdóttir (fluttist til Eyja frá Norðfirði), bjuggu síðast í Nýborg og voru oft kennd við það hús. Guðbjörg vann á yngri árum við ýmis störf. var nokkurn tíma á saumastofu í Ráðagerði sem Sigríður Vigfúsdóttir frá Holti rak og stýrði. Það er gott að heimsækja þau hjón á Breiðvang 8 í Hafnarfirði. Þar er margt sem minnir á Eyjar, myndir og málverk á veggjum af kunnuglegum fjöllum, húsagötum og bryggjum. Guðbjörg er rausnarleg í veitingum, viðræðugóð, glögg og minnug, ekki síst á fólk. Siggi fer sér hægt, er glettinn og góðviljaður í viðræðu. Hann er mikill kvæðamaður, kann urmul af kveðskap og minnið á því sviði svfkur ekki. Það eru bæði góðskáldin, rímnaþrautir og gamanbragir úr Eyjum sem Ieika honum á tungu. Minnstu tilefni hversdagslífsins kveikja kvæði eða vísu í huga hans og þá stendur romsan upp úr honum! Frá Löndum. Sigurður Yngvi, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 11. júní 1919 og verður því 83 ára í sumar. Heilsan gæti verið betri en Siggi ber sig vel, and-litsfallið óvenjulegt, svipurinn mikill. Foreldrar hans voru Kristinn Sigurðsson á Eystri-Löndun og Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir. Hún var frá Efri-Hömrum í Holtum. Siggi er einkasonur þeirra en hann átti þrjár systur, Ástu (Asta Jóhanna), fædd 1916, gift Garðari Sigurjónssyni rafveitustjóra, hún hefur alla tíð búið í Eyjum, Rúnu (Sigrún Lilja), fædd 1921, sömuleiðis alla tíð búið í Eyjum og síðast unnið á elliheimilinu, ógift en deildi lengi heimili með þriðju systurinni, Rósu (Júlía Rósa), sem dó í fyrra. Hún var yngst. fædd 1924. Margir minnast hennar við afgreiðslustörf í Drífanda hjá Jóhanni Friðfinnssyni og síðar í kaupfélaginu við Bárugötu. Þau áttu hálfbróður, sammæðra, Jóhann Kristinsson (Ástgeirssonar á Miðhúsum) sem var alinn upp á Norðfirði og bjó síðar í Reykjavík. en sambandið við hann var gott. Þau Sigurður og Guðbjörgu giftu sig 23. apríl 1949. Austurbærinn og Norðurbærinn. Guðbjörg og Siggi hófu búskap á Hvoli, fyrstu hæðinni þar, leigðu af Hannesi Hanssyni, sem byggði það hús, en fluttust síðar að Landagötu 18 þar sem þau bjuggu alveg fram undir gos. Þau keyptu það hús af Oskari Olafssyni pípulagninga-manni 1951. A Landagötunni leið þeim vel. „Ég kunni vel við mig þar frá fyrsta degi," segir Guðbjörg. „Það var
aðeins yfir götuna að fara til tengdaforeldra minna, Oktavíu og Kristins, þau voru svo skemmtileg og vel gefin og tóku mér alltaf svo vel. Þetta var annars svo gott kompaní, austan við okkar hús voru Oli Fúsa og Stína í Gíslholti, og svo austan við þau Hjörleifur og Þóra í Skálholti, allt miklir öðlingar, en vestan megin Gústi í Ríkinu og Elín, tengdaforeldrar Sigurgeirs pól., og svo Guðmundur og Sigga og Þráinn, sonur þeirra, þar vestar; en á móti okkur, norðan við Landagötuna var Akur, þar sem þau bjuggu Lárus og Gréta og Guðmundur sonur þeirra, yndislegir nágrannar. Norðan við Eystri-Lönd voru Litlu-Lönd, sem kölluð voru, stórt hús sem byggt var utan um annað minna, þar bjuggu Axel og Fríða. Austan við Akur var Hrólfur Ingólfsson og hans fjölskylda, Olla var fyrri kona hans, sem dó svo ung óg svo fyrirvaralaust, og svo Hrefna, seinni kona hans. Enn austar var systir Ollu, Beta, og Friðrik, maður hennar, og svo voru húsin Hof og Vatnsdalur. Vestan við Akur voru Eystri-Lönd þar sem auk tengdaforeldranna bjuggu tvær mágkonur mínar, Rósa og Rúna. Við hliðina á þeim var stórt hús sem stóð svolítið ofan við göt-una, Lönd, sem Friðrik Svipmundsson byggði. Eg man vel eftir Elínu á Löndum, ekkju Friðriks, hún var stórbrotin kona, og Asmundi, syni þeirra og hans fjölskyldu, en þau fluttust burt á fyrstu árum mínum á Landagötunni. Enn vestar var Hraungerði, þar sem blessaður öðlingurinn hann Sigurður bjó, las gleraugnalaus á tíræðisaldri, og systir hans, Ingibjörg, og stjúpsonur hennar, Sigurjón Gott-skálksson. Já, þetta hverfi var eins og ein stór fjölskylda, góður vinskapur milli okkar fullorðna fólksins og svo ekki síður barnanna og unglinganna sem þarna voru. Þess vegna fannst okkur það ansi hart að þurfa að fara frá Eyjum þar sem líf okkar var í föst-um og öruggum skorðum og missa af þessu góða nágrenni. Guðjón Armann segir í gosbókinni sinni að „yfir Landagötunni var ró og festa hinnar gömlu götu"." Guðbjörg segir að sér sé goskvöldið, 22. jan. 1973, minnisstætt. „Bergmundur okkar var 'í Vélskólanum í Reykjavík þennan vetur en Kristinn, sonur okkar, og Asta, kona hans, voru að byggja, og þeir feðgar, Siggi og Kristinn, voru að gera fokhelt langt fram eftir kvöldi, í ágætu veðri. Við vorum því rétt sofnuð þegar við vöknuðum upp við jarðskjálfta, rúmið hristist og við vissum ekki hvað um var að vera. En svo hringdu systurnar á Löndum og skýrðu okkur frá því hvað væri að ske. Nú, við klæddum okkur í snatri, og ég vatt mér út og hljóp yfir túnið sunnan við húsið okkar til Ella Bergs og Ólafar Helgu, en þau voru með lítið barn og
bjuggu í kjallaranum hjá Magnúsi á Grundarbrekku og Guðfinnu við Grænuhlíðina. Eg hljóp svo hart, en var að hugsa á leiðinni: Guð almáttugur, ef jörðin rifnar undir fótum mér og ég lendi ofan í skurð! Eg hafði séð í sjónvarpinu hvaða afleiðingar jarðskjálftar gátu haft. En allt fór vel. Við fórum svo niður í Nýborg að vitja um Björn bróður minn og síðan á bryggjuna og fengum far með Gjafari til lands. Þar um borð var margt um manninn en ég gat tyllt mér á lítið horn og sat þar alla leiðina til lands. Við vorum fyrstu dagana í Reykjavík hjá Laufeyju syst-ur minni og Guðjóni manni hennar, frá Uppsölum. En Siggi þurfti að fara fljótt aftur út í Eyjar, bæði til að sinna fénu okkar og svo til að vinna að mörgum aðkallandi verkefnum við höfn-ina. Við fengum svo húsnæði við Arnarhraun 3, þar sem okkur leið mjög vel, en keyptum fljótt íbúð í fjölbýlishíisi í Norðurbænum í Hafnarfirði, við Breiðvang, fluttumst þangað í apríl 1974 og þar höfum við verið sfðan!" Já, það hefur ekki verið mikið flakkið á þeim hjónum í gegnum tíðina! Þau Siggi og Guðbjörg eiga tvo syni, Kristin Þóri, stýrimann og síðar trésmið í Hafnarfirði, nú umsjónarmaður Hafnarborgar, giftur Ástu Ulfars-dóttur úr Hafnarfirði, þau eiga þrjú börn og þrjti barnabörn, og Bergmund Helga, lengi sjómann í Vestmannaeyjum, nú sendibílstjóri á Nýju sendi-bílastöðinni. Hann er giftur Ingibjörgu Sigurjóns-dóttur og þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Fjölskyldan hefur nú nær öll safnast saman í Hafnarfirði. Þar eru báðir synir þeirra með sínum fjölskyldum, svo og Bergmundur Elli Sigurðsson smiður, systursonur Guðbjargar, sem ólst upp í Nýborg en var frá unglingsaldri hjá Guðbjörgu og Sigga á Landagötunni. Kona hans er Ólöf Helga Júlíusdóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. I nágrenni við þau í Norðurbænum býr Iíka Birna Berg Bernódusdóttir, systurbarn Guðbjargar, sem ólst upp með henni í Nýborg hjá Elínu og Bergmundi. Hiin er gift Theódóri Þ. Bogasyni. Skólinn.