Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- Við göngum tvö ein
- þar sem gjálfrar við hlein
- og hlíð gárast vindsins kvika.
- Siglir bátur um bjarg
- blundar fuglanna þvarg
- ég sé bros þitt hjá Eyjunum blika.
- Þú átt líf mit og ljóð
- þú átt æskunnar glóð
- öll þín spor fylgja þrá minni úr hlaði.
- Hver sem vegur minn er
- vaki hamingjan þér
- og þér fylgja vorhljómurinn glaði.
- Hvert sem bylgjan ber mig með sér
- bið ég þig alltaf að muna
- að heim kem ég aftur til fylgdar þér.
- Við gengum tvö ein
- þar sem gjálfrar við hlein
- og um hlíð gárast vindsins kvika.
- Siglir bátur við bjarg
- blundar fuglanna þvarg
- ég sé bros þitt hjá Eyjunum blika.
- Lag: Þorgeir Guðmundsson
- Texti: Árni Johnsen