Arnleif Helgadóttir (Heiðardal)
Arnleif Helgadóttir fæddist 1882. Hún var gift Guðmundi Sigurðssyni. Saman byggðu þau húsið Heiðardal.
Sagt er að Arnleif hafi verið glæsileg kona og mjög gáfuð. Bæjarbúar nutu krafta hennar, ekki síst þeir sem minna máttu sín efnalaga. Arnleif var til dæmis í barnaverndarnefnd um árabil. Þar nutu hennar fátæk og vanmáttug börn hennar umhyggju og skilnings.
Heimildir
- Þorsteinn E. Víglundsson. Blik, ársrit gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. 1971.