Vinir Ketils bónda

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. júní 2006 kl. 15:28 eftir Zindri (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. júní 2006 kl. 15:28 eftir Zindri (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Vinir Ketils bónda í góðu glensi með grínaranum Jóni Gnarr árið 2000.

Vinir Ketils Bónda er félagsskapur ungra manna í Vestmannaeyjum sem settur var á laggirnar árið 1998. Upphaflega var félagið stofnað í kringum búningakeppni á Þjóðhátíð í Herjólfsdal en félagsmenn hafa löngum lagt mikinn metnað í glæsilega búninga á hátíðinni. Þá hefur skapast sú hefð hjá félagsmönnum á gamlársdag að búa til merki félagsins með kyndlum í hlíðum Helgafells og tendra þau. Segja má að félagið sé léttur og leikandi karlaklúbbur af bestu gerð. Forseti félagsins árið 2005 er Helgi Ólafsson.

Félagið var formlega stofnað fyrir Þjóðhátíðina 1998 og voru stofnmeðlimir félagsins 9 talsins: Arnar Valgeir Sigurjónsson, Birkir Atlason, Borgþór Ásgeirsson,Finnur Freyr Harðarsson, Friðberg Egill Sigurðsson, Guðjón Ólafsson, Guðlaugur Þórarinn Rúnarsson, Ragnar Benidiktsson og Zindri Freyr Ragnarsson. Upphaflega var félagið hugsað sem búningafélag og hafa meðlimir klæðast fjölmörgum skemmtilegum búningum og má þar nefna Scream búning (1998), Bóndabúningurinn úr Fóstbræðrum sem var sigurbúningur það árið (1999), Hrói Höttur í sokkabuxum (2000), Skytturnar þrjár (2001) og svo Dvergarnir sjö (2002). Árið 2003 ákvað félagið að draga sig úr búningakeppninni, en var félögum heimilt að vera í búningum uppá sitt einsdæmi. Félagið hefur stækkað töluvert undanfarin ár og eru meðlimir í dag 25 að undandskildum heiðursmeðlimum, en þeir eru:


Starfsemi félagsins einkennist af skemmtilegum uppákomum hjá meðlimum, ferðalögum og fleiru. Aðalfundur félagsins fer fram fyrstu helgina í júní og er þá gert upp árið, kosið um reglubreytingar og kosinn nýr forseti sem myndar nýja stjórn. Nokkrir undir klúbbar hafa verið stofnaðir í nafni félagsins og má þar nefna Bowie kór Vestmannaeyja, Ferðaklúbbinn Indriða og stjórnmálaflokkinn Kátir karlar.


Heimildir