Mormónapollur
Mormónapollur er lítið sjávarlón norðarlega í Ofanleitishamri, vestan við Torfmýri. Nafn þess er dregið af því að um nóttu þann 5. maí 1851 voru fyrstu Íslendingarnir sem tóku upp mormónatrú skírð í pollinum. Það voru hjónin Benedikt Hannesson og Ragnhildur Stefánsdóttir.
Þann 30. júní 2000, reistu afkomendur íslenskra vesturfara í Utah minnismerki til minningar um þá Íslendinga sem tóku mormónatrú og fluttu til Utah í Bandaríkjunum á árunum 1854-1914.