Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- Hér lifa þúsund eldar,
- loga lífsins tré.
- Ég man þig bjarta meyja,
- margar stjörnur sé.
- Ég þig mun ætíð elska,
- alla mína tíð,
- komdu vina,komdu fljótt,
- kæra þjóðhátíð.
- Viðlag:
- Þú eyjan mín ætíð fögur ert,
- þín fegurð skær en hvergi skert
- þótt margra alda sért.
- Sæl er saga þín, sæl er fjallasýn.
- Ég þrái þig, mig þyrstir,
- þor'að tendra bál,
- ég þarfnast þín, ég þjóra
- þjóðhátíðarskál.
- Hér ljóma ótal andlit,
- æskan undurfríð,
- þótt falli klettar, fjúki gjall,
- fæ ég þig um síð.
- Lag: Þorvaldur Guðmundsson
- Texti: Sigurður Óli Hauksson