Guðmundur Magnússon (Goðalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. október 2013 kl. 01:23 eftir Glumur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. október 2013 kl. 01:23 eftir Glumur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Karl Guðmundsson

Guðmundur Magnússon, f. 05.09.1877 - d. 21.09.1959 var sonur Magnúsar Guðmundssonar (1852 - 1892) bónda í Hrauk í Vestur Landeyjum og konu hans Bjarghildar Guðnadóttur (1855 - 1941).

Guðmundur Magnússon giftist Helgu Jónsdóttur árið 1902 og átti með henni fjögur börn. Þau eru:

Karl Guðmundsson (Reykholt) f. 04.05.1903, d. 10.05.1993 
 Jón Guðmundsson (Miðey)f. 15.07.1905, d. 04.03.1972
 Guðmunda Margrét Guðmundsdóttir f. 19.03.1908, d. 04.09.1996
 Dagmar Guðmundsdóttir (Goðaland) f. 21.06.1914, d. 30.01.1999

Guðmundur tók sveinspróf í trésmíði á Eyrarbakka árið 1899 og stundaði um hríð trésmíðanám í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist verkalýðshreyfingunni og jafnaðarstefnunni, sem hann aðhylltist ávallt að síðan. Árið 1902 kemur Guðmundur heim til Íslands og sest að í Reykjavík, en flytur með konu sinni til Vestmannaeyja árið 1908. Þar var hann byggingarmeistari og útvegisbóndi á Dvergasteini.

*Þessi grein er í vinnslu; ekki tilbúin*



Myndir


Heimildir

  • Niðjatal Goðalandsættar
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.