Ofanleitishamar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. nóvember 2005 kl. 21:48 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. nóvember 2005 kl. 21:48 eftir Sigurgeir (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ofanleitishamar

Ofanleitishamar liggur meðfram vesturströnd Heimaeyjar, frá Kaplagjótu í norðri niður að Klauf í suðri, meðfram Torfmýri, Ofanleiti og Breiðabakka. Hamarinn er um 60 metra hár og þverhníptur, og hann er víðast hvar talinn ókleifur.

Raunar var hamarinn klifinn þann 11. febrúar árið 1928 af Jóni Vigfússyni, en þá fórst m/b Sigríður, sem hann var vélstjóri á, við hamarinn. Jón kleif hamarinn við illar aðstæður, frost og byl, náði til bæja og greina frá slysinu sem varð til þess að öllum skipverjum var bjargað. Mikið var fjallað um þetta sjóslysog var Jón sæmdur heiðursmerki Carnegie-orðunnar fyrir afrek sitt. Fyrir nokkrum árum var reistur minnisvarði á hamrinum, um þetta einstæða afrek hans.