Pétur Ágústsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júní 2012 kl. 08:35 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júní 2012 kl. 08:35 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Pétur Ágústsson fæddist 6. febrúar 1929 á Berufjarðarströnd, S-Múlasýslu, og lést 8. júní 1999.

Hann ólst upp í foreldrahúsum á Fáskrúðsfirði. Pétur var sjómaður frá unga aldri. Hann lærði síðan múriðn í Eyjum og starfaði við það megnið af starfsæfinni.

Eiginkona Péturs var Guðrún Kristjánsdóttir frá Stað. Þau hjón byggðu sér hús að Helgafellsbraut 27. Börn þeirra eru Sigurbjörg, Ágúst, Kristján, Elí og Lára.



Heimildir

  • Kristján Pétursson