Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- Svo björt og skær sem bjöllu gnýr
- við bakka lindin strengi knýr.
- Úr bláfirð nætur blærinn vær
- að beði daggar snýr.
- Er draumljós nóttin sveipar sund,
- og sofnar fugl í mó,
- fer minning dags um dal og grund
- í duldarhljóðri ró.
- Sá dagur sem að djúpum leið
- sú dögg er perlum stráir meið,
- er draumum vígð, en von og ást
- ei verður markað skeið.
- Þeir hugir tveir, sem hljóðir þrá,
- við heiði nætur vængi fá,
- en þeyrinn vaggar þreyttri önd
- og þerrar grátna brá.
- Við húmsins töfra hulin þrá
- um huga vakin fer.
- Við daggar glit má draummynd sjá,
- er degi vörnuð er.
- Svo björt og skær sem bjöllu gnýr
- við bakka lindin strengi knýr.
- Er daggir glitra, vornótt vær
- til vöku draumum snýr.
- Lag: Oddgeir Kristjánsson
- Texti: Loftur Guðmundsson