Jaðar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júní 2006 kl. 15:17 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júní 2006 kl. 15:17 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jaðar

Húsið Jaðar stendur við Vestmannabraut 6. Matthías Finnbogason, járnsmiður, reisti húsið árið 1907. Í kjallara hússins var fyrsta járnsmíðaverkstæði í Vestmannaeyjum og var það notað í allt sem varðaði viðgerðir og til að auka þekkingu vélstjóra í Eyjum.

Eftir Heimaeyjargosið var Jaðar síðasta húsið við hraunkantinn í austurátt á Vestmannabrautinni, og stendur það því í hraunjaðrinum. Næsta hús við Jaðar, sem fór undir hraun, hét Hraun.