Takið eftir því

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. júní 2006 kl. 08:27 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júní 2006 kl. 08:27 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þjóðhátíðarlag
1941 1942 1945
Að standa sem hetjur
og starfa eins og lífið býður
sé stefna vor allra,
því tíminn frá oss líður.
Hvert sinn, er morgunn skín við skí
sé skylda dagsins ávallt ný ­
­takið eftir því.
En gleymum þó eigi,
að gleðin hún er lífsins stjarna,
sem gefur oss yndi
og ljóma slær á vegi farna.
Í Herjólfsdal með horskum gný
vér höldum þjóðhátíðarfrí,
já takið allir eftir því.
Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Árni úr Eyjum