Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- Ég bíð þér að ganga í drauminn minn
- og dansa með mér í nótt
- um undraheima í hamrasal
- og hamingjan vaggar þér ótt.
- Nætur og dagar líða þar
- við lokkandi söngva klið
- frá fólki við bjargið og fuglum við brún
- og fagnandi hafsins nið.
- Þar líða saman
- og læðast svo rótt
- ljóð ungrar ástar
- og hlusta á ævintýr hvísla hljótt.
- Ég elska spor þín og lífsbros þitt
- sem leikur við mína þrá
- eins eldurinn glettist frjáls við glóð
- og flöktir við himintjöld blá.
- Og þegar staldrar nótt við dag
- stöndum við sæl og ein,
- þá sigla um náttlaus veraldar haf
- vonin og ást okkar hrein.
- Þannig slá hjörtun
- sinn hamingjudraum
- og hamrabörn ung
- heilsa framtíðarinnar ljúfa draum.
- Og þó að þú vaknir við draumsins brá
- og viljir dansa á ný
- þá hlustaðu aðeins á ljóðsins óm
- sem lifir hug þínum í.
- þá veröldin roðnar við augnalot þín
- og andar með vorsins hljóm,
- því allt sem hún þráði var þróttur þinn og
- þeyrinn við draumsins blóm.
- Lag: Þorgeir Guðmundsson
- Texti: Árni Johnsen