Vestmannaeyjabær

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. júlí 2005 kl. 10:01 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júlí 2005 kl. 10:01 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Vestmannaeyjabær með Herjólf að koma í höfn.

Í upphafi landnáms komu Vestmanneyjar fyrst við sögu, en þá flýðu þrælar Hjörleifs, fóstbróðurs Ingólfs Arnarsonar, til Eyja eftir að hafa drepið Hjörleif og fylgdarlið hans. Þá segir í Landnámu að Hjörleifur Bárðarson hafi fyrstur manna numið land í Vestmannaeyjum um 900.

Vestmannaeyjar eru í bændaeign fram á 12. öld er þær komust í eigu Skálholtsstóls. Í byrjun 15. aldar verða þær síðan eign Danakonungs.

Árið 1609 urðu Vestmannaeyjar sérstök sýsla og árið 1874 urðu þær ríkiseign.

Árið 1927 réðust sjóræningjar á land í Eyjum og rændu 242 og drápu 36 íbúa. Í Vestmannaeyjum bjuggu um 500 manns á þessum tíma, þannig að aðeins 200 manns sluppu undan árásinni. Af þeim sem seldir voru til þrælkunar í Algeirsborg komu aðeins 22 aftur til Eyja.



Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum

Ár: Fjöldi íbúa:
1900 um 500
1925 3.184
1950 3.726
1960 4.675
1965 5.023
1970 5.179
1971 5.231
1972 5.179
1973 4.892
1974 4.369
1975 4.421
1976 4.568
1978 4.634
1980 4.727
1982 4.657
1984 4.789
1986 4.785
1988 4.737
1990 4.913
1991 4.923
1992 4.867
1993 4.883
1994 4.888
1995 4.804
1996 4.749
1997 4.640
1998 4.594