Blik 1953/Þáttur nemenda

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2009 kl. 17:16 eftir Birna (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2009 kl. 17:16 eftir Birna (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

„Yndislega Eyjan mín" Þeim, sem ferðast hér um eyjuna í góðu veðri, — sama á hvaða tíma dags er. — en þó sérstaklega um vor og haust. dylst ekki. hve fögur hún er. Umhverfi hennar vekur einnig gleði og unaðstilfinningar hverju sjáandi auga. — Gangi maður út á vormorgni, þegar sólin gægist upp fyrir fjöllin og jöklana í norðaustri og sendir sína gylltu geisla yfir hafflötinn. eyjuna okkar og okkur sjálf, fer eins og straumur um líkamann, maður andar djúpt að sér hreinu morgunloftinu. Hjartað fær örari slátt, og allt verður svo milt og fagurt. — Ógleymanleg stund. — Sé maður staddur suður á eyju, hjá svonefndum „Króki". á sólríkum sumardegi, þegar sólin er í suðvestri, er fögur sjón að horfa yfir hafflötinn til vesturs. Eyjarnar litlu, — Smáeyjar, Þrídrangar og Einidrangur, — sýnist manni vagga sér svo létt á sjónum, eins og nokkurskonar spéspegill í geisla¬flóði sólarinnar. —Þá er haustkvöldið ekki síður fallegt. — Úr herherginu mínu er sérstaklega fallegt útsýni til norðurs og vesturs . Stundum, þegar sólin er að setjast, sér maður hina fegurstu liti sólarlagsins skreyta hafflötinn í fjarska, alla leiðina norður á jökla. svo sem Langjökul. — Á slíkum kvöldum fyllist hugur manns og hjarta þeim unaði. sem mannssál getur rúmað. og vissu um mikilleik og almætti þess guðs, sem notar slíka fegurð til að hræra hjörtu okkar. Unnur A. Jónsdóttir 1. b.


Eldur í húsi og ekkert slökkvilið.

Atburður þessi gerist uppi í sveit, þar sem ekkert slökkvilið er til taks. Eg var heima ásamt gamalli konu, sem var lasin og lá í rúminu, tveim bræðrum mínum, öðrum tveggja ára, en hinum á fyrsta ári, og gömlum manni, sem þá var að annast fjósstörfin. Foreldrar mínir voru í veizlu á bæ nokkrum á að gizka í 5 km. fjarlægð. Klukkan var að ganga 9 um kvöldið, er ég var að þvo upp eftir kvöldmatinn. Fann ég þá einkennilega lykt í húsinu, svo að ég fór að athuga, hvaðan hún kæmi. Ana ég nú um allt húsið og finn ekki neitt athugavert. Mér hafði þá láðst að líta inn í geymsluherbergið. sem er næst útidyrunum. Þegar ég að lokum opnaði hurðina inn í geymsluna, gaus á móti mér mikill reykur og brunasterkja. Sá ég þá hvers kyns var. Þarna var kviknað í. Vissi ég nú ekki mitt rjúkandi ráð, hvað ég ætti til bragðs að taka. Stökk ég út í fjós og sagði gamla mann inum hvað um væri að vera, og það fyrsta, sem við þyrftum að gera, væri að koma gömlu konunni og börnunum út úr húsinu. Gamli maðurinn tók til handa og fóta, greip fötu, er var í fjósinu, og ætlaði að vera sérlega fljótur að bregða við, en datt kylliflatur fyrir utan fjósdyrnar, því að hálka var mikil á hlaðinu. Ekki var þetta til að flýta fyrir. Eg sá, að ekki þýddi að hafa konuna og börnin inni, ef eldurinn magnaðist. Eg vafði litla drenginn inn í teppi og þaut með hann út í útihús og lagði hann þar, en sá eldri var farinn að ganga og þess vegna mikið verra við hann að eiga. Á meðan ég var að þessu, hafði gamla konan klætt sig. Það næsta, er ég gerði, var að koma henni út, en hún kaus að vera í fjósinu, því að þar væri hlýjast, en frost var talsvert úti. Aumingja gamla konan var hölt og farlama og þar að auki með kvef. Tókst okkur þó furðu vel að komast út í fjós. Sáum við. að það var heillarð. að hún héldi eldri drengnum hjá sér, og tókst það prýðilega. Allt þetta hafði ekki tekið nema tæpar 10 mínútur, þó að mér fyndist það klukkutími. Nú fyrst datt mér gamli maðurinn í hug. Eg sá hann hvergi, á meðan ég hafði verið að þessu mausi, og ekki lá hann ennþá utan við fjósdyrnar. Eg þaut inn í húsið og sá, að reykurinn var alltaf að aukast, svo að ég ætlaði varla að þora að opna geymsludyrnar, en þegar ég loks áræddi það, leizt mér ekki á blikuna. Þarna var farið að brenna tré, sem var í hillunum, kassar, bréf o. fl., sem þarna var inni, en þó ekki nema lítið eitt, því að glugginn var aftur og herbergið steypt í hólf og gólf. Eg þaut í símann og hringdi á bæinn, sem foreldrar mínir voru staddir á. Við þann. sem svaraði í símann, sagði ég: „Komið þið strax, það er kviknað í!" og skellti símtólinu á. Eg skalf og nötraði af hræðslu. Samt sem áður datt mér margt í hug, þar á meðal að bera út föt og búsáhöld, en þó vissi ég, að það þýddi ekkert. Þetta var bara hugmyndaflug. í þessu birtist gamli maðurinn í dyrunum með fötur og brúsa hálffullan af vatni. Hann hafði verið að basla við að ná í vatn upp úr brunninum fyrir neðan bæinn. Hann var að springa úr mæði, blóðrauður af áreynslu og titrandi á beinunum af öllum þessum ósköpum. Eg horfði á hann agndofa með grátstafinn í kverkunum af hræðslu og spurði hann. hvað við ættum að gera. Bara að skvetta, að skvetta nógu miklu vatni á eldinn. fyrst hann er ekki kominn út fyrir hurðina. sagði sá gamli. Og láttu síðan aftur útidyrahurðina. svo að vindurinn blási ekki undir eins og í hlóðum. Síðan skvetti hann vatni úr brúsanum, á meðan það entist, en fékk mér fötuna og sagði mér að láta renna í hana vatn úr krananum, er væri í þvottahúsinu. Þarna var hann að skvetta á eldinn og ég að viða að honum vatni jafn óðum. þangað til allt var komið á flot, sem þarna var inni og eldurinn næstum því dauður, aðeins glóð á stöku stað í timbrinu. Einmitt í þessu stöðvuðust 5 bílar á hlaðinu. Þarna var þá komið allt veizlufólkið til að slökkva eldinn, sem þegar var slökktur. Allir voru mjög alvörugefnir og hræddir, sem von var, sérstaklega þeir. sem vissu um heimilisástæður, þangað til þeir sáu, að þetta var lítið. Þegar fólkið fékk að vita, hvar ég hafði kúldrað börnunum og gömlu konunni, var því heldur skemmt. En því fannst þetta heldur mikil fljótfærni, sem von var, enda var ég þá eins og annað barn, aðeins 12 ára gömul. Hildur Ágústsdóttir, 3. b.


Gamli og nýi tíminn.

Gamall hestur var að vappa fyrir neðan túnið á Bollastöðum. Honum varð gengið upp á veginn. Sá hann þá, hvar stóð bí'll og fór til hans. „Góðan daginn", sagði hesturinn. „Góðan daginn". svaraði bíllinn. „Hvaðan kemur þú, og hvert er ferðinni heitið?, segir hesturinn. .,Eg kem úr höfuðstaðnum," sagði bíllinn. ..og eins og þú sérð. er ég nú hér. Húsbóndi minn er að hitta bóndann hér á Bollastöðum, svo að hann tók mig náttúrlega með, eins og gefur að skilja. En af hverju ert þú hér? ,Eg er nú orðinn gamall og til einskis framar nýtur", svaraði hesturinn. „En einu sinni, þegar ég var upp á mitt bezta, Þá varð ég að þola margt. Þá voru engir bílar, svo að nota varð okkur hrossin til alls. Við vorum sett fyrir vagna, reitt heim á okkur, við höfð til reiðar og margt, margt fleira, og svo fengum við ekki að vera inni. nema þegar allra harðast var í veðri og fengum ekkert almennilegt að éta, Frekar en vant var úti. Við urðum að láta okkur nægja smátuggu af góðu heyi og þar að auki drýgða með úrgangi, sem kýrnar vildu ekki. Hvað ætli þið bílarnir segðuð. ef þið ættuð að búa við svona lagað. Þið, sem eruð úti að skemmta ykkur á sumrin með glöðu fólki í glaðasólskinil, en hafið svo hús á veturna. Getur þú sagt mér það? „Nei, það get ég ekki sagt þér, því að tímarnir eru nú allt aðrir. Nú eru bílar notaðir til alls þess sem hross voru áður notuð við, bæði til sjávar og sveita. En heyrðu, góði minn, hvað ertu gamall?" „Ætli ég viti það nú, látum okkur sjá. ég er víst að verða 24 vetra. Móðir mín hét Brúnka og faðir minn Kári, og ég fæddíst vorið 1929. En hvað ert þú gamall?" „Eg er víst rúmlega eins árs. Húsbóndi minn vann mig 1 happdrætti. en annars er ég ættaður frá New York, úr bílaverksmiðju þar. En heyrðu ,nú verð ég að fara. því að þarna kemur húsbóndi minn. Vertu sæll," sagði bíllinn. „Vertu sæll," sagði hesturinn, Og gekk burtu. ..Ja. nýi tíminn. hann er nú heldur öðruvísi en sá gamli. Nú eru bílar til alls", hugsaði hesturinn og hristi höfuðið. Hrönn Hannesdóttir, I. b.

Úr ritgerðum um heimilið.

Eins og sagt er að fötin skapi manninn. eins má með sanni segja. að hver og einn mótist af heimili sínu. þar sem hann elst upp. Sumir foreldrar hafa tamið sér að amast við félögum barna sinna. Þeim finnst of mikill hávaði og svaldur, þar sem þau eru. Eru þeir þeirri stundu fegnastir, er þau fara út. Þetta er að mínu áliti alvarlegt mál og algjörlega skakkt. Húsbædurnir eiga að keppa að því að hafa heimilið sem hlýlegast og sem mest aðlaðandi, — hafa það þannig, að manni finnist eins og veggirnir. húsgögnin og heimilisfólki komi með opna arma og bjóði mann hjartanlega velkominn. Til þess að svo sé, þarf heimilið ekki að vera íburðármikið. Það skiptir mestu. að það sé hreinlegt, og hjartahlýja húsbænd-