Blik 1936, 1. tbl./Bindindi - Starf

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. september 2009 kl. 15:59 eftir Saerun (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. september 2009 kl. 15:59 eftir Saerun (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

BINDINDI — STARF

Eftir síra JÉS A. GÍSLASON

M E Ð A L hinna mörgu ásakana, sem andstæðingar banns og bindindis bera á bindindismenn, sérstaklega Good-Templara, er það, að þeir séu ekki nógu ötulir, framsæknir og árvakrir í starfinu. Þeir gætu komið svo miklu meira til vegar í áhugamálum þeirra, ef þeir nenntu að vinna. Starfsaðferðir þeirra séu þunglamalegar og rangar. Þeir tali mikið, haldi margar ræður, gagnslausar auðvitað og þrungnar ofstæki. Þetta og ýmislsgt fleira þessu líkt verða bindindismenn að hlusta á frá munni þeirra, sem stefnuna vilja feiga, eða að minnsta kosti vilja ekki láta hana komast lengra áleiðis en góðu hófi gegnir. Það skal játað, að við bindindismenn erum ekki nægilega duglegir, að við vinnum minna en æskilegt er, þessu þjóðþrifamáli til eflingar. Til Þess eru margar ástæður, en sú fyrst og fremst, að við allflestir erum bundnir öðrum störfum til lífsframfæris sjálfum okkur og okkar nánustu, og verða því þessi störf — bindindisstarfið — aukastörf. Óskiftir geta fæstir gefið sig að því, til þess skortir fé, því að allflestir eru þessir menn fátækir. Bindindishreyfingin er upphaflega borin fram af þeim mönnum, sem ekki verða með auðmönnum taldir.