Ólafur Elísson
Ólafur Elíasson var bæjarstjóri Vestmannaeyja frá 1982 til 1986. Ólafur fæddist þann 24. júlí 1953 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Elís Kristjánsson Húsasmíðameistari og Anna Óskarsdóttir.
Ólafur varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1974 og síðar cand. oecon. frá Háskóla Íslands. Hann varð löggiltur endurskoðandi árið 1982. Hann var starfsmaður bæjarsjóðs Njarðvíkur og síðar hjá Endurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar sf. í Reykjavík og Vestmannaeyjum með námi og til 1982. Ólafur var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.
Ólafur kvæntist árið 1976 Stellu Skaptadóttur og eiga þau saman 3 börn.
Heimildir
Við ægisdyr II, Haraldur Guðnason