Helgi Hálfdánarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júní 2005 kl. 16:28 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júní 2005 kl. 16:28 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Hálfdánarson, lektor var alþingismaður Vestmannaeyja 1869 til 1876.Hann fæddist að Rúgsstöðum í Eyjafirði 19. ágúst 1826 og lést í Reykjavík 2. janúar 1894. Foreldrar hans voru Hálfdán Einarsson (fæddur 28. febrúar 1801, dáinn 8. nóvember 1865) síðast prófastur á Eyri í Skutulsfirði og f. k. h. Álfheiður Jónsdóttir (fædd 25. júní 1794, dáin 24. júlí 1833) prests í Möðrufelli. Föðurbróðir séra Hálfdánar Guðjónssonar alþingismanns. Kvæntist þann 15. júní 1855 Þórhildi (fædd 28. september 1835, dáin 29. janúar 1923) dóttur Tómasar Sæmundssonar prófasts að Breiðabólstað í Fljótshlíð og konu hans Sigríðar Þórðardóttur. Helgi varð stúdent í Reykjavík 1848. Innritaður í Hafnarháskóla sama ár. Tók annað læridómspróf 1849, próf í kirkjufeðrafræði árið 1852 og guðfræðipróf árið 1854. Hann vann við kennslustörf í Reykjavík 1854-1855. Helgi fékk Kjalarnesþing 1855 og sat að Hofi. Hann fékk Garða á Álftanesi 1858. Árið 1867 var hann svo skipaður kennari við Prestaskólann. Helgi var svo skipaður forstöðumaður hans (lektor) árið 1885 og gengdi því embætti til æviloka. Hann var einnig formaður sálmabókanefndar frá 1878 til 1886.

Heimildir

  • Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930