Bergþór Guðjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. ágúst 2012 kl. 10:07 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. ágúst 2012 kl. 10:07 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Beggi á Skuldinni.
Bergþór og Margrét systir hans.

Bergþór Guðjónsson frá Hlíðardal fæddist 28. ágúst 1925 og lést 18. nóvember 2007. Hann átti 1/3 part í m/b Skuld VE-263, frá október 1947- 1966. Þá eignast Bergþór og dánarbú Guðjóns föður hans bátinn, og Bergþór einn árið 1971-1979. Bergþór var formaður með Skuldina 1964-1979 og var kenndur við bátinn, sem Beggi á Skuldinni.

Kona hans var María Davíðsdóttir. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 51.


Heimildir

  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.
  • gardur.is