Braggar
Braggarnir stóðu við Urðaveg
. Eldri braggarnir voru reistir af Bretum í hernáminu á stríðsárunum og sneru í norður-suður, þvert á Urðaveginn. Þeir voru rifnir fljótlega eftir að Ameríkanarnir komu. Ameríkanarnir reystu sér bragga, sem sneru í austur-vestur meðfram Urðavegi, og það voru þeir sem stóðu fram undir 1960. Voru þeir skástu íverustaðir heimamanna eftir að hernámsliðið yfirgaf Eyjar en einnig var skepnuhald í sumum bragganna. Braggarnir voru rifnir upp úr miðri síðustu öld en sumir íbúanna þar voru ævinlega kenndir við þá, svo sem Björgvin Magnússon sem ævinlega var kallaður Björgvin í bragganum. Amerísku braggarnir þóttu betri vistarverur en þeir bresku og fengu því að standa lengur.