Carl Ferdinand Lund
Carl Ferdinand Lund, Læknir 1828 til 1831. Hann var danskur að ætt. Útskrifaðist frá Kaupmannahafnarháskóla 1818 og var sérgrein hans skurðlækningar. Starfaði fyrst sem læknir í Nyköbing á Sjálandi en var skipaður læknir í Vestmannaeyjum 23. janúar 1828 og var fyrsti læknirinn sem samkvæmt konungsúrskurði var skipaður til að gegna læknisstörfum í Vestmannaeyjum og var hann einnig fyrsti læknirinn, sem búsettur var í Eyjum. Hann starfaði í Vestmannaeyjum í aðeins tæp þrjú ár, andaðist þar 7. desember 1831. Var hann vel látinn af öllum almenningi.
Heimildir
- Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930