Guðlaugur Vigfússon (Grafarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júlí 2005 kl. 11:25 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júlí 2005 kl. 11:25 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaugur Vigfússon var fæddur 18. ágúst 1864. Hann lést 4. maí 1942. Foreldrar hans voru Vigfús bóndi Einarsson og Guðrún Guðmundsdóttir, hjón á Miðhúsum. Guðlaugur var um mörg ár starfsmaður hjá Gísla J. Johnsen. Hann giftist Þórdísi, dóttur hjónanna Árna og Guðfinnu á Vilborgarstöðum og missti hana 1910 eftir 17 ára hjónaband. Síðari kona Guðlaugs var Margrét Hróbjartsdóttir. Þau bjuggu lengi að Grafarholti við Kirkjuveg.



Heimildir