Eiríkur Pálsson (Varmahlíð)
Eiríkur Pálsson fyrrverandi bóndi að Kraga á Rangárvöllum, fæddist í Koti á Rangárvöllum 16. apríl 1866 og lézt í Eyjum 19. marz 1954.
Ætt og uppruni
Foreldrar hans voru Páll bóndi í Koti á Rangárvöllum, f. 3. júlí 1833, d. 27. des. 1920 að Kraga þar, Jóns bónda í Koti, f. 21. nóv. 1795 á Geldingalæk þar, d. 8. marz 1862 í Koti, Magnússonar og konu Jóns bónda, Höllu húsmóður, f. 16. júní 1796, d. 17. okt. 1877, Páls bónda í Kotmúla í Fljótshlíð, sk. 14. marz 1763, d. 25. okt. 1832, Hanssonar.
Móðir Eiríks Pálssonar og kona Páls var Margrét húsmóðir, f. 3. júní 1836, d. 1. júlí 1889, Eiríks bónda á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 15. júlí 1799 á Helluvaði, d. 7. júlí 1866 á Helluvaði, Jónssonar og konu Eiríks, Sigríðar húsmóður, f. 9. marz 1798, Magnúsar bónda á Eystri-Geldingalæk, f. 1764 í Keldnaseli á Rangárvöllum, Sæmundssonar.
Lífsferill
Eiríkur Pálsson var bóndi í Kraga 1893-1947, en þá flutti hann til Eyja. Hann bjó hjá dóttur sinni í Varmahlíð og lézt þar 87 ára.
Eiríki er svo lýst 1930: ”Eiríkur er alskeggjaður sem hinir fornu garpar og rauðbirkinn“.
Eiríkur kvæntist 29. maí 1891 Þuríði Magnúsdóttur, f. 1873.
Börn þeirra voru:
- Helga bústýra, f. 12. des. 1892, d. 26. okt. 1961,
- Margrét húsfreyja, f. 13. des. 1893, d. 8. apríl 1966,
- Pálína, f. 10. apríl 1895, d.13. janúar 1983
- Sigríður húsfreyja, f. 15. júní 1897, d. 1. júlí 2001,
- Sólrún, f. 16. febr. 1899, d. 10. jan. 1989,
- Magnús, f. 2. maí 1902, d. 26. sept. 1960,
- Sigurbergur, f. 5. maí 1907, d. 26. s. mán.,
- Sigríður Lilja húsfreyja, f. 6. nóv. 1910, d. 18. júní 2001.
Heimildir
- Víglundur Þór Þorsteinsson skrifaði í upphafi.
- Valgeir Sigurðsson. Rangvellingabók. Hella: Rangárhreppur, 1952.
- Hafsteinn Ágústsson.