Jón J. Bjarnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júlí 2012 kl. 11:10 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júlí 2012 kl. 11:10 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Jóhannes Bjarnason frá Grafarholti fæddist 27. desember 1875 og lést 7. apríl 1964. Hann var kvæntur Laufeyju Guðjónsdóttur og áttu þau tvö börn, Sigurborgu og Högna.

Jón fæddist að Tannanesi í Önundarfirði og á Vestfjörðunum var hann lengst framan af. Jón kom til Vestmannaeyja árið 1934 og reri þá á Faxa. Hann gerði það gjarnan að sækja báta til útlanda og sigldi þeim heim. Síðasti báturinn sem hann sigldi heim var mb. Frigg. Hann lenti í óveðri á leiðinni og stóð hann við stýrið í þrjá sólarhringa samfleytt. Augnablik lagði hann sig en varð olíublautur vegna olíuleka. Ekki hafði hann skipt um föt og hlaut alvarleg brunasár. Náði hann þó bátnum í höfn og var því mjög feginn. Árið 1936 fékk hann starf hjá Guðmundi Gunnarssyni seglasaumara en tók síðan við því verkstæði og rak það til dauðadags.

Jón kenndi á öllum stýrimannanámskeiðum sem voru haldin í Vestmannaeyjum að því síðasta frátöldu.



Heimildir

  • Minningargrein. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1964.