Einar Sveinn Jóhannesson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2012 kl. 15:08 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2012 kl. 15:08 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Einar Sveinn Jóhannesson

Einar Sveinn Jóhannesson fæddist 13. apríl árið 1914 og lést 26. september 1994. Kona Einars var Sigríður Ágústsdóttir.

Einar var skipstjóri á Skaftfellingi, VE-33 á árunum 1951—1954. Hann var síðar með Vonarstjörnuna VE sem aðallega var í flutningum milli Þorlákshafnar og Eyja, mest mjólkurflutningum og var skipið stundum nefnt Mjólkurstjarnan. En lengst af var Einar skipstjóri á Lóðsinum og oft kenndur við það skip. Einar hafði einnig viðurnefnið "Skiptilykill".

Hann byggði húsið að Faxastíg 45 og bjó þar til æviloka.

Loftur Guðmundsson samdi Formannavísur og hljóðar vísan um Einar á þá leið:

Einar að sækja unnarhót
ekki er á Svanhólm tregur,
glaður og reifur golu mót
glottir,— og þorstinn dregur.

Brynjólfur Einarsson bátasmiður samdi einnig formannavísu um Einar, að beiðni hans, svohljóðandi:

Einn sem hér af öðrum ber
aflamaður mikill,
oft á sjó í illu fer
Einar Sveinn Jóhannesson (Skiptilykill).

Myndir