Gullborg VE

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. desember 2024 kl. 14:25 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. desember 2024 kl. 14:25 eftir Frosti (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gullborgin var smíðuð árið 1946 og er um 94 tonn að stærð. Aflakóngurinn Binni í Gröf var með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur Binna, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til ársins 2000.

Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni. Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga. Þó eru þetta ekki nákvæmar tölur.

Til stóð að varðveita Gullborgina um aldamótin, þegar Vestmannaeyjahöfn, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja ásamt fleirum keyptu skipið, en ekkert varð úr þeim áformum. Gullborgin var þá seld til Ólafsvíkur. Faxaflóahafnir sf. eignuðust skipið 2008 og var það tekið upp í Daníelsslipp í Reykjavík þar sem það var teiknað inn í deiliskipulag svæðisins. Þar stendur nú þetta mikla happafley og hefur verið málað líkt og það leit áður út.


Sjá upplýsingar á Gullborg VE-38