Geirseyri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. júní 2007 kl. 11:31 eftir Johanna (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. júní 2007 kl. 11:31 eftir Johanna (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Geirseyri, séð af nýja hrauninu.

Húsið Geirseyri stendur við Strandveg 18. Það var reist árið 1970 og er mjölgeymsluhús. Í eldgosinu 1973 braust hraunið inn í húsið en það var hreinsað og gert við skemmdirnar.

Gamla Geirseyri

Áður en þetta stóra hús var byggt stóð þar önnur Geirseyri. Það hús byggði Kaupfélagið Herjólfur á árunum 1910-1911. Nokkrum árum síðar, um 1915, keypti Siggeir Torfason húsið en hann hóf útgerð í Eyjum árið 1916. Var húsið oft kennt við eigandann og kallað Siggeirshús en síðar var það alltaf kallað Geirseyri. Siggeir var með þrjá báta í útgerð, Helgu, Sillu og Láru.

Á lofti gömlu Geirseyrinnar voru verbúðir fyrir sjómenn og aðgerðarmenn ásamt mötuneyti. Í kjallaranum var aðgerð og söltun fór þar fram. Á miðhæð var fiskurinn umsaltaður og á sumrin var þar þurrfiskgeymsla. Við austurgafl hússins voru hin gömlu skipahróf, uppsátur Eyjabáta í aldaraðir.



Heimildir

  • Karl Guðmundsson. Ég man þá tíð... Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975.